Ný kristileg smárit - 01.11.1894, Blaðsíða 7

Ný kristileg smárit - 01.11.1894, Blaðsíða 7
79 Biflíulánið- Læknir nokkur í Skotlandi segir svo frá: f>egar jeg var drenghnokki, stóð jeg eitt sinn með móður minni á sunnudegi fyrir utan kirkju eina í Glasgow, og vorum við að bíða þess, að guðsþjónustan byrjaði. Umhverfis okkur var mikill mannfjöldi i sömu erindum og við, og voru allir kyrlátir og hljóðir, svo sem Skotum er títt á sunnudögum. Sá jeg þá tvo unglingsmenn koma fyrir götuhorn eitt og stefna til kirkjunnar. Voru þeir í hveredagsbúningi, illa til fara og töluvert ölvaðir. þegar þeir gengu fram hjá kirkjudyrun- um, hegðuðu þeir sjer mjög ósiðlega: bæði hlóu þeir sem gárungar og fóru líka að syngja óþvegnar vísur. Sumir af þeim, sem viðstaddir voru, ljetu í ljósi viðbjóð sinn á slíku háttalagi, en aðrir fóru að spyrja, hvar lögreglumennirnir væru; en móðir mín sneri sjer til mín og sagði : »Farðu til þess- ara unglingsmanna og biddu þá að koma í kirkj- una með okkur og bjóddu þeim sæti í stólnum hjá okkura. Jeg gjörði eins og fyrir mig var lagt, fór á eptir mönnunum, náði þeim skjótt og sagði þeim frá er- indi mínu. Annar þeirra tók því ekki betur en svo, að hann rak upp skellihlátur með mesta fyr- irlitningarsvip og fór að blóta og ragna; hinn stóð við og hugsaði sig um, hvort hann ætti að taka þessu óvænta og einkennilega boði eða ekki. Fje- lagi hans tók í hann, til að hafa hann á burt með sjer, en hann sinnti því ekki og stóð grafkyrr. Jeg ítrekaði þá boð mitt; hann horfði fast framan i mig og sagði: »þegar jeg var smásveinn á þín-

x

Ný kristileg smárit

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ný kristileg smárit
https://timarit.is/publication/496

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.