Ný kristileg smárit - 01.11.1894, Síða 9

Ný kristileg smárit - 01.11.1894, Síða 9
81 sunnudag þar eptir kom hanu aptur í kirkju og sat í stólnum okkar. Yar hann nú þokkalega búinn en mjög fölur yíirlitum. Að lokinni prjedik- un lagði hann biflíuna mína á bekkinn og skund- aði burt, svo að móðir míu gat ekki haft tal af honurn. A saurblaðið hafði hann skrifað nokkur orð med blýanti og upphafsstafina í nafninu sínu G. C. undir. Kvaðst hann hafa verið sjúkur síð- asta hálfan mánuðinn, og vottaði móður minni hjartnæmilegasta þakklæti fyrir umönnun hennar fyrir sáluhjálp sinni. Bað hann hana að biðja fyrir sjer. Kvaðst hann vera Englendingur og ætla að ferðast heimleiðis að viku liðinni. Eptir þetta liðu rnörg ár; móðir mín andaðist, jeg varð fullorðinn maður, og ókunni unglings- maðurinn var rnjer algjörlega úr minni liðinn. Jeg var skipslæknir á herskipinu St. Georg, sem einn góðan veðurdag varpaði akkerum í Tafel-flóa í Suður-Afríku. þar var fyrir annað herskip og á því hitti jeg góðvin minn einn og fyrverandi kenn- ara og urðum við daginn eptir samferða til kirkju. Maður nokkur, er sat fyrir aptan okkur, bað mig um að lofa sjer að líta í biflíuna mína, og skilaði hann mjer henni aptur að litilli stundu liðinni. Eptir rnessu gekk jeg til gestgjafahúss, til að taka snæðing, kom þá sami maðurinn til mín, lagði hönd sína vingjarnlega á herðar mjer og bað um að mega tala við mig einslega fáein orð. Var okkur vísað til herbergis og settumst við niður, Yirti þá maðurinn mig fyrir sjer mjög grandgæfi- lega, stundi við þungan og runnu tárin niður ept- ír kinnum hans. Hann var á að gizka hálf-fer-

x

Ný kristileg smárit

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ný kristileg smárit
https://timarit.is/publication/496

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.