Mánaðarblað K.F.U.M. í Reykjavík - 01.01.1926, Blaðsíða 3

Mánaðarblað K.F.U.M. í Reykjavík - 01.01.1926, Blaðsíða 3
MÁNAÐARBLAÐ KFUM REYKJAVÍK Janúar 1926 1. bl. Anno Domini 1926 byrjar nýtt blað í K. F. U. M. að koma út. Það er mdnaðarblað. Það á að færa meðlimunum og öðrum vinum málefnisins fregnir af því. sem gjörist í fjelaginu innanlands og utan og vera boðberi út um landið, sem gefur mönnum upplýs- ingu um }bessa grein starfsins í Guðsríki. Það ætti líka að færa mönnum þeim, sem góðan vilja hafa, eitthvað til uppörfunar og hvatningar og færa þeim einhverj- ar nýjar hugsjónir til glæðingar og styrkingar trú þeirra að svo miklu leyti sem »blað« getur gjört það. Heilsar það svo öllum þeim, sem það sjá, og óskar þeim alls gengis og allrar blessunar á þessu nýja ári, Áramót eru ætíð alvarlegur áfangi á mannlegri æfi. Hib libna ár hefur kvatt oss og skilur eptir minníngar, sumar fagrar og hugljúfar, aðrar beiskar og sárar. Af minningunum eigum vjer að læra. Sumar minningarnar benda óss á að biðja fyrirgefningar á því, sem vjer höfum vanrækt. Sumar hvetja oss til þakk- lætis. „Lofa þú Drottinn sála mín og gleym eigi öllum hans velg.iörðum“ (Sáim. 103, 2). Nem staðar eitt augnablik og íhuga þetta. Nýja árib er að byrja. Vjer horfum fram á við. Hvað ber það í skauti sínu? Hvað mun mæta oss, blítt eða strítt? Hver á að vera stefna vor á komandi tíð? — Hverjar eru vonir vorar og hver kvíðaefni? Er oss ljós ábyrgðin, sem á oss hvílir, ábyrgðin á dögum hins nýja árs, hvernig vjer verjum þeim? Nem staðar eitt augnablik og íhuga þetta! K. F. U. M. er eins og trje, sem stendur á einum stofni en hefur margar stærri og smærri greinar, hver grein hefur sitt ætlunarverk. Til þess að allt trjeð geti verið fagurt og borið sína ávexti, þá þarf sami mergurinn að ganga í gegnum stofninn og allar greinarnar, sami lífssafinn að gefa því öllu líf. Það sem gefur K. P. U. M. tilverurjett sinn sem kristilegu fjelagi er gubsorb, vitnisburburinn um lifib i Jesú Knsti og starfib að því beinlínis eða óbeinlínis að vísa ungum mönnum veginn til Krists og vinna þá fyrir Krist. Þetta er og á að vera sameiginlegt fyrir allar hinar sjer- stöku starfsgreinar. — Þó hefur hver grein sitt sjerstarf og ætlunarverk út af fyrir sig. Fjelaginu er fyrst og fremst skipt niður í deildir eptir aldri: 1 1 6 7 6 2 *

x

Mánaðarblað K.F.U.M. í Reykjavík

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mánaðarblað K.F.U.M. í Reykjavík
https://timarit.is/publication/497

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.