Mánaðarblað K.F.U.M. í Reykjavík - 01.01.1926, Page 4
2
MÁNAÐARBLAÐ K. P. U. M.
K. P. U. M. var stofnað 2. Janúar 1899 hjer á landi. Það var stofnað eingöngu með
14—15 ára piltum fermdum þá um vorið og haustið áður. Ái’ið eptir voru í það komnir
fjöldinn allur af piltum bæjarins á því reki. Það var liðlega ársgamalt þegar þessi mynd
var tekin og sýnir hún hinn ungæðingslega svip fjelagsins þá. Hjá þeim, sem lifað hafa
með í lífi og vexti fjelagsins síðan, vekur þessi mynd ávalt einkennilegar hugsanir og til-
finningar. Minningarnar, gleðivekjandi og svíðandi á víxl, vakna upp við íhugun hinna
mðrgu örlagaþráða, sem spunnist hafa út frá þeirri samstöðustund frammi fyrir myndavjel-
inni vorið 1900. Þá var vorstund og vor hið ytra og innra hjá þessum æskumönnum. Síð-
an er liðinn liðugur aldarfjórðungur.
Aðaldeildin (A-D) það er fjelagið sjálft;
í henni eru fullorðnir ungir menn, 17 ára
og þar yfir. Þeir bera allar byrðar og þeir
starfa í hinum ýmsu starfsgreinum. Þeir bera
aðalábyrgðina á fjelaginu og málefnum þess.
Blómgun fjelagsins í heild fer eptir því, að aðal-
kjarni þeirrar deildar sje í sannleika velkristnir
menn og trúaðir og hafi glöggan skilning á
því, að þeir eru kallaðir af Guði til þess að
vinna með fjelagsstarfinu að eflingu ríkis
hans og að velferð æskulýðsins.
Opt virðist þáttaka meðlima í sjerfundum
þessarar deildar minni en ætla mætti, en til
þess liggja ýmsar eðlilegar ástæður. Að sinni
verða ekki þessar ástæður rökræddar, þvi
það tæki of mikið rúm í þessu blaði, en
seinna verður aptur komið að þessu efni.
Unglingadeildin (U-D) er fyrir pilta 14—
17 ára gamla. Það starf þyrfti að vera miklu
öflugra en það er nú, því það er ef til vill
mikilverðasta starfið innan fjelagsins. Það er
líka langflestum eriiðleikum bundið. Á þeim
aldri eru menn hvað mest að mótast og þurfa
því mestrar leiðbeiningar við. Hjer stendur
það mest þessari deild fyrir þrifum að oss
vantar nógu marga starfsmenn fyrir þá deild.
Yngsta deildin (Y-D) er fyrir drengi 10—
14 ára. Allt annað snið verður þar að vera
á allri tilhögun og framsetningu boðskapar-
ins en í öðrum deildum. — Þar fer fram
sáningarstarf, sem miðar að því að leiða holl
áhrif inn í hin ungu hjörtu og leggja grund-
völlinn að heilbrigðum og kristilegum hugs-
unarhætti. — Þessi deild hefur opt verið og