Mánaðarblað K.F.U.M. í Reykjavík - 01.01.1926, Qupperneq 5

Mánaðarblað K.F.U.M. í Reykjavík - 01.01.1926, Qupperneq 5
MÁNAÐARBLAÐ K. P. U. M. 3 er hin blómlegasta grein á fjelagsstofninum, enda hafa valizt þangað ágætir starfskrapt- ar, ungir menn, sem verja öllum eða nær öílum frístundum sínum í þjónustu drengj- anna. Tinadeildin (V-D) er nokkurskonar útibú yngstu deildarinnar og er fyrir drengi 7—10 ára; þar læra ýmsir piltar fyrst að starfa, sem seinna geta orðið starfstoðir fjelagsins. Þannig gripur K. F. U. M. yfir nær allan aldur ungra manna og vill reyna til að'vera öllum allt eptir megui. Eina grein enn hefur K. P. U. M. plantað inn í stofn sinn, og er mjer vitanlega eina K. F. U. M. í heimi sem það gjörir. Það hef- ur sunnudagaskóla. Þá starfsemi hefur K. F. U. M. í samfjelagi við K. F. U. K. (Kristi- legt fjelag imgra kvenna), og er því starfs- fólk úr báðum fjelögunum, sem vinna með áhuga fyrir öll börn, drengi og stúlkur, sem koma vilja. Þá koma og ýmsar greinar, sem hverhef- ur sitt ætlunarverk að leysa af hendi, og sín viðfangsefni. í næsta blaði verður gefin nánari upplýsing um þær. Viðvíkjandi þessum nefndu og öllum öðr- um starfsgreinum innan K. F. U. M. viljum vjer uppörfa hver annan með orðum post- ulans: Þakkið jafnan Guði, föðurnum, fyrir alla hluti í nafni Drottins vors Jesú Krists. (Ef. 5, 20). Góður fjelagsmaður var Þorvaldur sál. Guðmundsson. Mjer finnst hlýða að fyrsta blað vort beri til lesendanna nokkur orð til þakklátrar minningar um hann. Árið 1905 gjörðist hann meðlimur fjelagsins og kom brátt í ljós, að hann vildi ekki vera meðlimur að nafninu einu. Hann fann að hann var knýttur því fyrir hina sameiginlegu trú og þann skilning á trúnni, sem hann átti útfrá guðsorði. Hann hafði glöggt auga fyrir tilgangi og markmiði fjelagsins og var sjer stöðugt með- vitandi að hann var meðstarfandi að hinu háleita ætlunarverki þess. Hann bar fjelags- hugsjónina með sjer. hvar sem hann fór. Hann notaði hvert tækifæri, sem bauðst honum, til þess að vinna fyrir það og anda þess. Hann átti brennandi áhuga fyrir því og flest- um starfsgreinum þess, og lá ekki á liði sínu og beitti sjer með ötulleik og ósjerplægni fyrir áhugamál sín. Hann vakti gleði og fjör, Þorvaldur Guðmundsson. hvar sem hann kom, og vann sjer því vini sem unnu honum. Þorvaldur sál. naut lítillar eða engrar skóla- göngu í bernsku og æsku. En hann var sí- felt að mennta sjálfan sig og varð vel að sjer í mörgu, sjerstaklega í sögu þjóðar vorr- ar, svo að hann gat til skemmtunar og fróð- leiks dregið fram margt úr þeim sjóði, bæði gamalt og nýtt. Með fyrirlestrum sínum, sem út voru gefnir, reisti hann sjer fagran bauta stein í bókmenntum vorum. Hann var vel heima í biblíunni og guðsorðabókum eldri og nýrri tíma, elskaði kirkju Guðs og hafði miklar mætur á hinum stóru ljósum, sem Guð hefur tendrað í henni. Vidalín og þá ekki sízt Hallgrímur Pjetursson voru vinir hans og lifði hann mjög í verkum þeirra. í öllu var hann oss hinn uppbyggilegasti vinur og fjelagsbróðir. Hugljúfur var hann jafnt sjer yngri mönnum og jafnöldrum sín- um. — Það varð því mikið skarð er hann gat ekki lengur verið starfandi vegna langra

x

Mánaðarblað K.F.U.M. í Reykjavík

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Mánaðarblað K.F.U.M. í Reykjavík
https://timarit.is/publication/497

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.