Mánaðarblað K.F.U.M. í Reykjavík - 01.05.1926, Side 3

Mánaðarblað K.F.U.M. í Reykjavík - 01.05.1926, Side 3
MÁNAÐARBLAÐ KFUM REYKJAVÍK lAAJ Hvatning. Ársól björt um landið Ijómar! Fornrar tíðar frelsis mál Færir vakning ungri sál; Nýja tímans töfrahljómar Tendra’ í hjörtum vonar-bál. Rísum því með gleði gný, Grípi’ oss alla hrifning ný, Fylkjum os.s um fánann brátt, Frelsismerkið reisum hátt; Beri’ oss áfram brennheit trú, Brunum fram til verka nú, Ekkert hræðumst, Allir þræðum Upp til hæða Djarft með söng Gegnum þröng Gljúfragöng. Vinnum heit á vonarstundu, Fylgjum því sem fagurt er, Fórnum því sem vera ber Fyrir vora fósturgrundu, Framar enginn hlífi sjer! Starfi hver með fullu fjöri! Máli góðu leggi lið, Leti og deyfð ei veitist grið, Sjerhver skyldu sína gjöri; Sæmd þar hvers eins liggur við. Fyrir Guð og ættjörð iðjum! Ekkert hálft og ekkert deilt, Ekkert kveifarlegt og veilt! Um það biðjum, að bví styðjum, Að allt sje göfugt, satt og heilt. ----o---- í lífssambandi við frelsarann. Mig vantar orð til þess að geta lýst því, hvað kristindómurinn hefur verið mjer, í meðlæti og mótlæti, hvað fólgið er í því að vita, að vjer eigum frelsara, og hve vansæll jeg væri, hve innihaldslaust, fátækt og gleði- snautt líf mitt yrði, ef jeg gæti ekki trúað á hann. Jeg skil það ekki sjálfur, reyni heldur ekki að skilja það; en jeg beygi mig fyrir þessari staðreynd, að hjá honum er hvíld að fá, sem jeg hvergi annars staðar hef getað í'undið, að hann hefur vald til að kyrra storm- inn í sál minni og læigja öldurnar þar. það er hann, sem ekki lifði til þess að þóknast sjálfum sjer, heldur gaf sig til lausnargjalds fyrir alla, til þess að vjer mættum lifa fyrir liann. Og ef spurt er um: er maðurinn ein- fær til að lifa? þá svara jeg samkvæmt lífs- reynslu minni, að aðeins í lífssambandi við frelsarann geti maðurinn átt auðugu, heil- brigðu og sannfarsælu lífi að fagna“. Harald Westergaard. Svo hljóðar grein í mánaðarblaði K. F. U.

x

Mánaðarblað K.F.U.M. í Reykjavík

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Mánaðarblað K.F.U.M. í Reykjavík
https://timarit.is/publication/497

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.