Mánaðarblað K.F.U.M. í Reykjavík - 01.05.1926, Blaðsíða 9

Mánaðarblað K.F.U.M. í Reykjavík - 01.05.1926, Blaðsíða 9
MÁNAÐARBLAÐ K. F. U. M. 7 vera g-óður við barnið, sem átti að verða erfingi hans. Hann vissi líka, að ef Seddi á annað borð gæti orðið ættinni og nafninu til £óma, þá mundi afi hans verða hreykinn af honum. „Fauntleroy lávarði verður látið líða vel, það er jeg viss um“, svaraði hr. Havisham. „Jarlinn hafði vellíðan hans fyrir augum, þegar hann æskti þess að þjer skylduð dvelja nógu nálægt honum til þess að hann fengi opt að sjá yður“. Honum fannst það ekki viðeigandi að end- urtaka orðrjett það, sem jarlinn hafði sagt, því að orð hans höfðu hvorki verið hæversk eða vingjarnleg. Enda kaus hann að íklæða tilboð jarlsins í mýkri og kurteysari búning. „Honum brá nú samt heldur í brún, þegar frú Errol bað Maríu að leita uppi drenginn, og- María sagði, hvar hann væri. „Hann er sjálfsagt úti hjá kryddsalanum að rabba við hann um landsins gagn og nauð- synjar. Jeg skal fara eptir honum“. „Hr. Hobbs hefur þekkt hann síðan hann fæddist, svo að segja“, sagði frú Errol við lögmanninn. „Hann er mjög góður við Sedda litla og þeir eru beztu vinir“. Ilr. Havisham datt í hug búðin á horninu, sem hann hafði ekið fram hjá; og þegar hann sá fýrir sjer í huganum jarðeplatunn- ur og eplakvartil og annað þess háttar í slíkri búð, reis aptur upp efi í sálu hans við- víkjandi drengnum. Á Englandi fengu ekki synir göfugra manna að hafa umgengni og vináttu við kryddsala og þess háttar fólk, svo að honum ofbauð, er hann heyrði þetta. það yrði dáfallegt, ef aðalborinn drengur hefði lært ruddalega siði eða hneigðist að lítilmótlegan fjelagsskap. það hafði verið ein hin beiskasta auðmýking fyrir gamla jarlinn að eldri synir hans höfðu hneigst að óvönduðum fjelagsskap. Skyldi það geta ver- ið, hugsaði hann, að þessi drengur hefði erft hinar slæmu tilhneigingar föðurbræðra sinna í staðinn fyrir hina góðu kosti föður síns? Honum var órótt innanbrjósts við þessa hugsun meðan hann var að tala við frú Errol, allt þangað til drengurinn kom inn í stofuna. þegar dyrnar opnuðust, hikaði hann sjer eitt augnablik áður en hann hafði áræði að líta á drenginn. Ef til vill hefði mörgum sem þekktu hann þótt það einkennilega merkilegt, ef þeir hefðu getað sjeð þá kynlegu geðs- hræringu, sem hann komst í, er hann leit á drenginn, sem hljóp í faðminn á móður sinni. í huga hans urðu hin snöggustu umskipti, að honum brá við. Hann sá á svipstundu að hjer hafði hann fyrir augum sjer hinn prúð- asta og fallegasta dreng, sem hann þóttist nokkru sinni hafa ejeð. Fegurð hans !var óvenjumikil.. Líkami hans var hraustlegur og limamjúkur, andlitið var djarfmannlegt og fagurt. Hann var hvatlegur í hreyfingum og bar sig vel. Hann var svo líkur föður sín- um, að undrun sætti. Hann hafði glóbjarta hárið hans föður síns og módökku augun móður sinnar, en það var enginn sorgar- eða feimnissvipur yfir þeim. Hann var sakleysis- legur og upplitsdjarfur. það var eins og hann hefði aldrei óttast neitt eða vantreyst neinu á æfi sinni. „Meiri aðalsvip og yndisþokka hef jeg aldrei sjeð á neinum litlum dreng“, hugsaði hr. Havisham með sjer. það sem hann sagði upphátt var aðeins þetta: Og svo, þetta er þá litli Fauntleroy lávarður“. því meir sem hann eptir þetta sá og tók eptir hjá litla lávarðinum, því meir fannst honum til um hann. Hann var mjög ófróður um börn, enda þótt hann hefði sjeð nóg af þeim á Englandi — falleg, snyrtileg og blóm- leg börn, drengi og stúlkur, sem nutu hinn- ar nákvæmustu leiðsagnar og umönnunar hjá kennurum sínum og kennslukonum. Stundum voru þau feimin, stundum nokkuð frek og hávaðasöm, en aldrei hafði hinum gamla alvörugefna og þurlynda lögmanni þótt neitt merkilegt við þau. Ef til vill hafa hin nánu afskipti af högum Sedriks litla gjört það að verkum, að hann veitti drengn- um meiri athygli en öðrum börnum, en hvern- ig sem því var nú háttað, þá var það víst að hann gaf honum nánar gæitur.

x

Mánaðarblað K.F.U.M. í Reykjavík

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mánaðarblað K.F.U.M. í Reykjavík
https://timarit.is/publication/497

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.