Mánaðarblað K.F.U.M. í Reykjavík - 01.05.1926, Blaðsíða 6

Mánaðarblað K.F.U.M. í Reykjavík - 01.05.1926, Blaðsíða 6
4 MÁNAÐARBLAÐ K. F. U. M. LlTLl LÁVARÐURINN EPTJR F. H. BURNETT Sedriki fannst ekkert út á þessa upphróp- un að set,ia. Hann bar svo mikla virðingu fyrir hr. Hobbs og þótti svo vænt um hann, að hann dáðist að öllum hans orðatiltækjum. Hann hafði ekki ennþá umgengizt menntaða menn, svo að hann yrði var við að hr. Hobbs hafði ekki allt af sem siðfágaðast orðbragð. llann fann það auðvitað, að hr. Ilobbs var í framgöngu og tali mjög ólíkur móður hans. en móðir hans var kona og Sedrik hafði þá hugmynd að konur væru ávalt ólíkar karl- mönnum í háttum og tali. Hann horfði hugsandi á hr. Hobbs. „England er langt burtu hjeðan, e; það ekki?“ spurði hann. „það er hinumegin við Atlantshafið ‘. sagði hr. Hobbs. „það er nú verst af því öllu“, sagði Sedrik. Ef til vill fæ jeg ekki að sjá yður aptur langa lengi. Mjer þykir leitt að hugsa um það, hr. Hobbs“. „Beztu vinir verða opt að skilja“, sagði hr. Hobbs. „Já“, sagði Sedrik, „við höfum verið vinir í fjölda mörg ár“. „Allt af síðan þú fæddist“, sagði hr. Hobbs. þú varst hjer um bil sex vikna gamall, þeg- ar þú fyrst komst út á strætið hjerna“. „Já“, sagði Sedrik og varpaði öndinni, „mjer datt þá víst ekki í hug, að jeg ætti að verða jarl“. „þú heldur víst ekki“, sagði hr. Hobbs, að það sje nokkur leið til að losna við það“. „Jeg er hræddur um ekki‘,‘ sagði Sedrik. „Mamma mín segir að pabbi minn mundi hafa viljað það. En ef jeg á endilega að verða jarl, þá er þó eitt sem jeg get gjört; jeg get reynt að verða góður jarl. Jeg ætla ekki að verða harðstjórí. Og ef nokkru sinni ætti aptur að verða stríð milli Englands og Ame- ríku, þá skal jeg reyna að koma í veg fyrir það“. Samtal hans við Hobbs var langt og alvar- legt. Eptir að Hobbs hafði náð sjer eptir fyrsta fátið, þá hafði hann ekki eins mikla óbeit á þessu eins og við hefði mátt búazt; hann reyndi að sætta sig við þetta og áður en samræðunum var lokið hafði hann spurt margra spurninga, og með því Sedrik gat ekki leyst úr þeim, þá svaraði hann: þeim sjálfur, og gaf þá ýmsar skýringar um jarla og landeignir aðalsmanna og rjettindi þeirra, skýringar, sem óneitanlega hefðu gjört hr. Havisham forviða, hefði hann getað heyrt þær. það var nú annars margt sem gamla lög- fræðinginn furðaði á. Hann hafði alið allan sinn aldur á England og hafði aldrei kynnzt Ameríkumönnum, nje hugsunarhætti og venjum þeirra. — Hann hafði sem lögfræðis- :egur ráðanautur staðið í viðskiptasambandi við jarlinn á Dorincourt og ætt hans nærri því í 40 ár, og honum var allt kunnugt um hinar stóru eignir og auðæfi og mikilvægi ættarinnar. Frá hreinu og beinu viðskipta- sjónarmiði var honum annt um þenna dreng, sem átti á sínum tíma að verða eigandi og yfirráðandi alls þessa, hinn tilkomandi jarl yfir Dorincourt. Hann hafði vitað allt um vonbrigði jarlsins og skapraunir þær, er hann hafði haft af eldri sonum sínum; hann vissi og um heiptaræðið, sem greip hann þegar yngsti sonurinn, Sedrik höfuðsmaður, hafði gengið að eiga óbreytta ameríska stúlku. Ilann vissi hve jarlinn hataði enn þá hina ungu, Ijúflyndu ekkju og minntist aldrei á hana öðru vísi en með beiskum og nöpi-um orðum. Jarlinn stóð fast á því, að hún væri aðeins amerisk alþýðudrós, sem tælt hefði son hans til að eiga sig af því að hún vissi að hann væri jarlssonur. Hinn gamli lögmað- ur hafði sjálfur meir en hálftrúað því, að allt þetta væri satt. Hann hafði kynnst svo mörgum eigingjömum og sjerdrægum mönn- um á æfi sinni, og hafði heldur ekki sjer- lega gott álit á Ameríkumönnum. þegar

x

Mánaðarblað K.F.U.M. í Reykjavík

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mánaðarblað K.F.U.M. í Reykjavík
https://timarit.is/publication/497

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.