Mánaðarblað K.F.U.M. í Reykjavík - 01.05.1926, Page 8
6
MÁNAÐARBLAÐ K. F. U. M.
ekki, hvað hann hefur verið mjer“, sagði
hún.
Lögmaðurinn ræskti sig.
„Jeg er neyddur til að segja yður“, sagði
hann, „að jarlinn á Dorineourt hefur ekki
— hefur ekki mjög miklar mætur á yður.
Hann er gamall maður og hefur mjög ósveig-
anlega hleypidóma. Hann hefur ávalt haft
sjerstaka óbeit á Ameríku og reiddist ákaf-
lega af kvonfangi sonar síns. Mjer þykir
mjög leitt að þurfa að flytja svo ógeðfelt
erindi, en hann er fastákveðinn í því að láta
yður ekki koma fyrir augu sín. Ákvörðun
hans er sú, að Fauntleroy lávarður skuli al-
ast upp og menntast undir hans eigin umsjá;
hann vill hafa hann hjá sjer. Jarlinn hefur
sitt fasta aðsetur á Dorincourt-kast og dvel-
ur þar nær öllum stundum; hann er þjáður
af fótagigt og hefur engar mæitur á Lundún-
um. Fauntleroy verður því að líkindum mest
á Dorincourt. Jarlinn býður yður heimili á
Court Lodge. það er mjög fallegur staður
og ekki langt frá kastalanum. Hann býður
yður líka sæmilegar tekjur. Fauntleroy lá-
varði verður leyft að heimsækja yður. Hið
einasta skilyrði er það, að þjer heimsækið
hann ekki nje stigið fæti yðar inn fyrir hlið-
ið á skemmtigarðinum. þjer sjáið því, að þjer
í raun og veru eruð ekki algjörlega svift
syni yðar, og jeg fullvissa yður um, kæra
frú, að skilmálarnir eru alls ekki eins harð-
ir og þeir hefðu getað orðið. Hagurinn við
slíkan samastað og það uppeldi, sem Faunt-
lerog lávarður fær, er stórkostlega mikill; jeg
efast ekki um að þjer sjáið það“.
Hann kveið því að hún færi að gráta eða
fara út í illindi, eins og hann vissi að sumar
konur mundu hafa gjört í hennar sporum.
Hann komst ætíð í vandræði, þegar konur
fóru að gráta og honum leiddist það.
En hún fór ekki að gráta. Hún gekk út að
glugganum og sneri við honum bakinu í
nokkur augnablik og hann sá að hún var að
reyna að gjöra sig rólega.
„Errol höfuðsmaður unni Dorincourt mik-
ið“, sagði hún að lokum. Hann elskaði Eng-
land og allt sem enskt var. það var honum
ætíð sorgarefni að vera sviptur heimili sínu.
Hann mat mikils heimili sitt og nafn. Hann
mundi vilja — jeg er viss um að hann mundi
vilja, að sonur hans fengi að kynnast hinum
gömlu, fögru ættstöðvum og alast upp þann-
ig sem hentast væri framtíðarstöðu hans“.
Síðan kom hún til baka að borðinu og leit
vingjarnlega á hr. Havisham.
„Maðurinn minn mundi æiskja þess“, sagði
hún, „og það mun vera bezt fyrir litla dreng-
inn minn. Jeg veit — jeg er viss um að jarl-
inn muni ekki verða svo ónærgætinn að
reyna til að fá drenginn til þess að afrækj-
ast mig; og jeg veit að það mundi ekki tak-
ast, jafnvel þótt hann reyndi til þess. —-
Drengurinn minn litli er allt of líkur föður
sínum til að unt væri að spilla honum við
mig. Hann er ástúðlegur og tryggur að upp-
lagi og hjartahreinn. Hann mundi elska mig,
jafnvel þótt hann fen'gi ekki að sjá mig. Og
svo lengi sem við fáum að sjást og finnast,
ætti jeg ekki að bera mig illa“.
„Hún hugsar ekki mikið um sjálfa £%“,
datt lögmanninum í hug, „hún setur ekki
einu sinni upp skilmála fyrir sjálfa sig“.
„Frú mín“, sagði hann upphátt, „jeg virði
tillit það, sem þjer takið til sonar yðar. Hann
mun verða yður þakklátur fyrir það, er hann
kemur til vits og ára. Jeg get fullvissað yð-
ur um að hinum litla lávarði verður veitt
nákvæm umönnum, og ekkert mun til sparað
að láta honum líða sem bezt. Jarlinn á Dorin-
court mun láta sjer eins umhugað um ham-
ingju hans og vellíðan eins og yður sjálfri
væri það“.
„Jeg vona“, sagði hún blíðlega en með dá-
litlum sorgarkeim í röddinni, „— jeg vona
að afi hans muni elska Sedda litla. Hann er
mjög blíðlyndur að upplagi og hefur ekki
þekkt annað en ástúð“.
Hr. Havisham ræskti sig aptur. Hann átti
hálf erfitt með að ímynda sjer að liinn gigt-
sjúki, uppstökki og illa lynti jarl gæti elskað
nokkum sjerlega mikið; en hann vissi að
hann mundi, sjálfs sín vegna, reyna til að