Mánaðarblað K.F.U.M. í Reykjavík - 01.08.1926, Blaðsíða 8

Mánaðarblað K.F.U.M. í Reykjavík - 01.08.1926, Blaðsíða 8
6 MÁNAÐARBLAÐ K. F. U. M. • Einn svalan morg-un, þegar menn sátu uppi og höfðu vafið sig í sjölum og ábreiðum, þá kom hann öllum til að skellihlæja, er hann spígsporaði um á þilfarinu og sagði mjög borginmannlega: „Nú sullar á súðum; og svalur er hann í dag!“ Han'ni skildi ekki hversvegna menn hlógu. Hann hafði lært þetta orðatiltæki af göml- um sjófaranda, sem Jerry hjet; og hafði það opt komið fyrir í þeim sögum, sem Jerry sagði honum. Ef marka mátti sögurnar um æfintýri þau er Jerry hafði sjálfur lent í, þá hlaut hann að hafa farið ótal hundruð ferðir, og lent í hrakningum á þeim öllum; strandað við eyjar, sem byggðar voru blóð- þyrstum mannætum. Eptir sömu sögum að dæma, hafði Jerry opt komizt í háska og ver- ið optar en einu sinni hálf drepinn, steiktur og soðinn, og mörgum sinnum orðið fyrir því, að höfuðleðrið væri fláð af honum. „Það er þessvegna, sem hann er svo sköll- óttur“, sagði Sedrik eitt sinn við mömmu sína. „Eptir að maður hefur verið höfuðfláð- ur nokkrum sinnum, getur hárið aldrei vax- ið aptur. Hárið á honum Jerry óx aldrei ept- ir síðustu fláninguna, þegar konungur Parro- mackavíkinganna fláði höfuðleðrið af honum með hníf, sem búinn var til úr hauskúpu Vopslomumkingahöfðingjans. Hann segir að þá hafi hann komizt í krappasta raun. Hann varð svo hræddur, að hárið á honum stóð beint upp í loftið, meðan konungurinn var að hvessa hnífinn; og síðan lagðist það aldrei r.iður aptur; svo að konungurinn hefur það fyrir hárkollu. Jeg hef aldrei heyrt um aðr- ar eins mannraunir og þær, sem Jerry hefur komizt í; mjer þætti' gaman að geta sagt hr. Hobbs frá því“. — Stundum þegar veðrið var slæmt og far- þegar hjeldu sig niðri í sölunum undir þilj- um, fengu þeir Sedrik til þess að segja frá „mannraunum" Jerrys. Þegar hann svo sat og sagði frá með miklu fjöri og ákafa, þá er óhætt að segja, að varla hafi nokkur ferða- maður yfir Atlantshaf notið meiri hylli en litli Fauntleroy lávarður. Án þess að vita af því sjálfur varð hann samferðafólki sínu til mikillar skemmtunar. „Allir eru fýknir í að heyra sögurnar hanisi Jerrys“, sagði hann einu sinmi við mömmu sína. „Fyrir mitt leyti — þú verður að fyrir- gefa mjer, Ljúfust, — en stundum gæti mjer dottið í hug, að þær væru ekki alveg sann- ar, ef þær hefðu ekki komið fyrir Jerry sjálf- an. En fyrst þær hafa komið fyrir sjálfan hanm — já, hvað á maður að hugsa. Það get- ur verið að hann gleymi stundum einhverju eða misminni, úr því að hann hefur verið fleginn svo opt; það getur sjálfsagt gjört mann minnislausan". — Ellefu dögum eptir að hann hafði kvatt Dikk vin sinn, kom hann til Liverpool; og að kvöldi hins tólfta dags nam vagninn, er hafði sótt hann, móður hans og hr. Havis- ham til járnbrautarstöðvarinnar, staðar við hliðið á Court Lodge. Þau gátu ekki sjeð mikið af húsinu í myrkrinu. Sedrik sá að- einlsi að akbrautin lá eptir hvelfdum trjá- göngum og við endann á trjágöngunum sá hann dyr standa opnar og flóði ljósbirta mik- il út um þær. María hafði komið með þeim og var ráðin áfram; hún hafði farið á undan frá Liver- pool. Þegar Sedrik hoppaði út úr vagninum, sá hann Maríu standa í dyrunum og eitt- hvað af þjónustufólki irnar í uppljómuðum framisalnum. Sedrik þaut til hernar með fagnaðarópi, og heilsaði henni með kossi. „Hjer þykir vænt um að þú ert hjema, María“, sagði frú Errol við hana í hálfum hljóðum. „Það er mjer fróun og tekur dá- lítið burt af ókunnugleikanum". Og hún rjetti Maríu höndina, og María þrýsti hönd hennar í uppörfunarskyni. Hún gat skilið, hvemig hinni ungu móður hlyti að vera inn- anbrjósts, sem hafði yfirgefið ættjörð sína og átti nú svo að segja að afsala sjer barn- inu sínu. Enska þjónustufólkið horfði með forvitni bæði á drenginn og móður hans. Það hafði

x

Mánaðarblað K.F.U.M. í Reykjavík

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mánaðarblað K.F.U.M. í Reykjavík
https://timarit.is/publication/497

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.