Mánaðarblað K.F.U.M. í Reykjavík - 01.08.1926, Blaðsíða 9
MÁNAÐARBLAÐ K. F. U. M.
7
heyrt allskonar orðsveim um þau bæði; það
vissi hversu reiður jarlinn hafði verið og
hvers vegna frú Errol átti að dvelja á úti-
setrinu, en litli drengurinn hennar heima í
höllinni; það vissi um hin miklu auðæfi, sem
hann átt að erfa og um hinn stórlynda afa
og skapsmuni hans.
„Það verða víst engir sældartímar, sem
hann á í vændum, vesalings litli drengurinn“,
hafði fólkið oþt sagt sín á milli.
En hverskonar drengur hann var, litli lá-
varðurinn, hinn tilkomandi jarl yfir Dorin-
court, vissi það ekki.
Hann fór sjálfur úr yfirfrakkanum eins
og væri hann alvanur að þjóna sjer sjálfur,
síðan litaðist hann um í hinum stóra forsal,
dáðist að hjartarhornunum og málverkunum,
sem voru til prýðis á veggjunum. Honum
í’annst þetta allt svo merkilegt, því að hann
hafði aldrei sjeð annað eins áður.
„Ljúfust“, sagði hann að lokum, „þetta
er mjög fallegt hús, er það ekki? Mjer þyk-
ir vænt um að þú átt að eiga hjer heima.
Það er líka stórt hús“.
Það var líka stórt hús- í samanburði við
litla húsið í þröngu götunni í New York;
það var líka fallegt og bjart yfir því. María
vísaði þeim síðan upp í svefnherbergið uppi;
það var bjart og vistlegt og brann þar eldur
á arni. Stór og mjallahvítur angóraköttur
lá þai- malandi á hvítum loðfeldi fyrir fram-
an eldstóna.
„Það var ráðskonan á höllinni, sem sendi
yður köttinn". sagði María. „Hún er einstakt
góðhjörtuð kona og hefur sjálf búið hjer
allt út handa yður. Jeg hef sjeð hana sjálf
fyrir nokkrum mínútum og henni þótti vænt
um höfuðsmanninn sáluga og saknar hans;
hún sagði si s-vona að kisa lig'gjandi á ábreið-
unni mundi gjöra herbergið heimilis-legra.
Hún þekkti höfuðsmanninn sáluga þegar
hann var lítill drengur — fallegur drengur
og elskulegur ungur maður, lítillátur við
hvem mann, -sagði hún að hann hefði verið.
Jeg sagði við hana: Hann ljet eptir sig dreng,
sem er líkur honum, því fallegri drengur hef-
ur aldrei gengið um á guðs grænni jörðinni,
sagði jeg!“
Eptir að þau höfðu lagað sig til eptir
ferðalagið, var þeim vísað niður í annað
stórt og bjart herbergi; þar var lágt undir
lopt og húsgögnin voru veigamikil og hag-
lega útskorin; stólarnir voru djúpir með há-
um, sterklegum bökum. Þar voru margar
merkilegar hyllui' og skápar með einkenni-
lega fögru útflúri. Þar lá stórt tigris-skinn
á gólfinu fyrir framan eldstæðið og hæginda-
stóll sinn hvoru meginn við það. Hinn stóri,
hvíti köttur hafði látið sjer vel lynda að láta
Fauntleroy strjúka sig og hafði elt þau nið-
ur stigann og þegar Sedrik lagði sig á tígris-
skinnið, kom kötturinn og hringaði sig fyrir
framan hann, og voru þeir þegar orðnir góð-
ir vinir. Sedriki þótti svo vænt um þetta að
hann lagði höfuð sitt rjett við hausinn á kisu
og fór að strjúka henni, tók hann því ekki
eptir því, sem móðir hans. og hr. Havisham
voru að tala saman um.
Þau voru að tala saman í hálfum hljóð-
um. Frú Errol var dálítið föl og virtist mjög
hrærð.
„Hann þarf víst ekki að fara í kvöld?“ var
hún að siegja. „Getur hann ekki verið hjá
mjer í nótt?“
„Jú“, svaraði hr. Havisham í lágum róm;
„það er alls engin nauðsyn að hann fari í
kvöld. Jeg fer sjálfur til hallarinnar eptir
miðdegisverð, og skýri jarlinum frá komu
okkar“.
Frú Errol leit á Sedrik. Hann lá þar mak-
indalega á gulbröndótta skinninu; bjarminn
af eldinum skein framan í hann og hárið
f'jell í lokkum niður á feldinn, en kisa lá mal-
andi hjá honum, auðsýnilega ánægð yfir því
hve þýðlega litla höndin strauk henni.
Frú Errol brosti angurblítt og sagði: „Jai’l-
inn hefur enga hugmynd um, hversu miklu
hann sviptir mig“. Síðan leit hún á lögmann-
inn: „Viljið þjer gjöra svo vel að segja hon-
um að jeg vilji helzt -ekki hafa pen-
ingana?“
„Peningana!" sagði hr. Havisham. „Þjer