Mánaðarblað K.F.U.M. í Reykjavík - 01.10.1926, Qupperneq 3
MÁNAÐARBLAÐ
KFUM
R E Y K J AV í K
O k f. 1926
S ál mur.
(Ur ensku).
Við fórn og starf þú fagna skalt,
Þótt i'órnað verði sjálfum þjer;
Því það var Drottins þyrnibraut.
Má þjónninn betri kjósa sjer?
0, starfa enn og vertu viss,
Það verður ekki nytjalaust.
Þótt sjáirðu’ engan ávöxt hjer,
Lát eigi bila von og traust.
Þitt tjón á jörðu’ er himneskt hnoss,
Hver hulin sáning ávöxt ber;
Hvað gjörir til þó geipi menn
Ef Guð í sál ber vitni þjer.
0, haltu áfram! Dagur dvín,
Það dimmir brfitt og kvöldar senn,
Því kasta deyfð og drunga burt
Því doðinn aldrei vinnur menn.
Þótt gangi tregt, ei lamast lát,
En lifðu Guði og bið og vinn;
Á þjóðbraut lífsins þreytstu ei
Að þvinga menn að koma inn.
Þú raust þíns herra heyrir brátt,
Þá hvílist strit og fyllist von;
Og heimför eptir útlegð býðst
Ur æfi þinnar Babylon.
»t>að er sagt«.
„Það er sagt“ svo afarmargt og að hlaupa
eptir því er óðs manns æði. Undir þessu orði
dylst opt mikið illt. Bak við það stendur opt
uppspunnin lygasaga, eða þá lýgi og sann-
leika er blandað liæfilega saman. „Það er
sagt“, „Menn segja“ er opt haft til þess að
dylja sína eigin ánægju yfir því að náung-
inn sje ófrægður eða gerður tortryggilegur.
Með þessum fáu orðum má auðveldlega koma
af stað meinlegri lygasögu. Og sá, sem fyrir
henni verður, stendur algjörlega berskjaldað-
ur fyrir. „Það er sagt“ segja, sumir í aumk-
unarróm og með meðaumkunarsvip, sem á
að gefa til kynna sorg yfir því að slíkt skuli
vera sagt um N. N., en því miður muni eitt-
hvað vera hæft í þessu. Þessi uppgjörðar-
sorg kemur illa upp um sig. Ef um virkilega
sorg væri að ræða, þá þegðu menn og hefðu
það ekki eptir. Mönnum er einatt ekki eins
leitt og þeir láta, er þeir eru að skýra. frá
því, sem „sagt er“. Viðbjóðlegast er það,
er menn gefa þessu „það er sagt“ kristi-
legan vandlætingarsvip og gjöra sig digra af
því. Ef þú getur ekki komizt hjá að heyra
einhvern óhróður um náunga þinn með þessu
óákveðna »það er sagt«, þá endurtaktu það
aldrei, því þá verður þú samsekur þeim, sem
fyrstur spann óhróðurinn upp, ef hann er
ósannur; ef eitthvað kynni að vera hæft í
því og þjer fellur það þungt af því það skift-
ir miklu máli fyrir hinn sakborna, þá farðu og