Mánaðarblað K.F.U.M. í Reykjavík - 01.10.1926, Qupperneq 5

Mánaðarblað K.F.U.M. í Reykjavík - 01.10.1926, Qupperneq 5
MÁNAÐARBLAÐ K. F. U. M. 3 sem lagt er í að greiða fyrir gróðrinum, eins og Matthías kvað: „„Hvað gjörir þú mjer, það gjöri jeg þjer.“ Svo greinir hin kalda mold. „Ef gleður þú mig, þá gleð jeg þig, Þín gæfa er jeg“, segir fold.“ Gr. B. Veraldarsambandsfundurinn í Helsingfors var haldinn fyrstu dagana í Ágúst. Saman voru komnir 1500 gestir frá 50 löndum. 1.— 6. Ágúst stóð fundurinn. Helsingforsbær var allur skreyttur. Pyrst var haldin guðsþjón- usta til að bjóða menn velkomna og talaði Gummerus biskup; svo bauð bærinn þá vel- komna í skemtigarði bæjarins, og komu þar fram fulltrúar frá landstjórn og bæjarstjórn. Þar næst var um kvöldið byrjaður fundurinn sjálfur, þar sem John Mott talaði um hinar nýju æskuhugsjónir í núverandi tíð og boð- skapinn um Jesúm Krist. —- Síðan hjelt fund- urinn áfram til 6. Ágúst. Margar stórfeldar ræður voru haldnar og áhrifamiklar. Þar á meðal talaði aðalframkvæmdarstjóri Indlands K. F. Paul um „Jesúrn og þörf Indlands“. Kínverjinn Zin talaði meðal annars um, að æskulýðurinn þarfnaðist liins lifanda Krists, og boðskapinn um hann eins og oss er hann kendur i heilagri Ritningu. — Mest er látið af ræðu erkibiskups Natans Söderbloms, þar sem hann með miklum krapti og alvöru lagði hinum mörgu æskuleiðtogum á hjarta alvör- una i starfinu og lagði aðaláherslu á þetta: „Ekkert er meira áríðandi en það, að halda því óbifanlega fast fram að kristindómur án apturhvarfs og kristilegra siðgæða er ónýtur. — Kristindómur, sem ekki er látinn fá áhrifavald á öll mannleg sambönd á ekki skilið að heita kristindómur“. — Saga frá Kína. Uppörfandi er að heyra eptirfarandi sögu, er gerðist í Chungking í fylkinu Szechuan í Vesturkína: Pyrir mörgum árum síðan kom ungur mað- ur, 18 ára gamall, til hins stóra bæjar Chung- king. Alt sem hann átti voru fötin, sem hann stóð í og 53 „smámyntir“ (hjerumbil 2—3 aurar í allt). Nú þurfti hann að ryðja sjer braut og fá eitthvað að gjöra. Faðir hans var dáinn og hann átti engan að. Hinn ungi maður hjet Tze-jú Liú. í fyrra gaf hann um hálfa miljón króna til kristilegrar starfsemi í Chungking. En löng æfisaga liggur milli þessara tveggja atburða. Fyrst voru mörg þrengingarár, þar sem Tze-ju fjekkst við allt mögulegt; stund- um vann hann í prentsmiðju, stundum seldi hann sápu og annan smávarnað; varð eitt sinn blaðasali og margt annað. Svo varð hann „Agent“ fyrir Singer sanmavjelafjelagið í fylkinu Szechuan og varð á endanum ríkur maður. Þegar hann var 24 ára gamall komst hann í kynni við kristindóminn í K. P. U. M. í Chungking, varð gagntekinn af kærleika Jesú Krists og gaf honum hjarta sitt og þjón- ustu. Síðan varð hann einn af forstöðumönn- um hins kristna safnaðar í Chungking og í K. P. U. M. Svo 1923—4 ferðaðist hann í kring um hnöttinn, og er þá orðinn gamall maður. Þegar hann kom heim aptur gaf hann allar eigur sínar og skipti þeim í þrjá staði, einn hlutann gaf hann söfnuðinum, annan gaf Kann barnahæli, og K. P. U. M. hinn þriðja. — Sagan er lífssaga full af auðsýni- legum merkjum um handleiðslu Guðs. (eptir „Fra K. F. U. M. i Kina“). Nú eru allir fundir og samkomur byrjað- ar aptur eptir sumardreifinguna. Vjer von- um að allir reyni af fremsta megni að sækja vel samkomur fjelagsins í vetur.

x

Mánaðarblað K.F.U.M. í Reykjavík

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Mánaðarblað K.F.U.M. í Reykjavík
https://timarit.is/publication/497

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.