Mánaðarblað K.F.U.M. í Reykjavík - 01.02.1927, Blaðsíða 4

Mánaðarblað K.F.U.M. í Reykjavík - 01.02.1927, Blaðsíða 4
2 MÁNAÐARBLAÐ K. F. U. M. eptir erindi úr „Church Missionary Review“ samið af háæruverðum St. C. A. Donaldsson, biskupi af Salisbury. Það á líka erindi til vor. Brennum vjer af áhuga fyrir höfuðatriðinu: erindi konungs vors og Drottins. Er í oss hungur og þorsti eptir að vera í því sem hans er, að hraða oss í hans erindum. — Látum oss prófa oss sjálfa. Allir eru önnum kafnir að ýmsum störfum, en að vinna fyrir Jesúm Krist í í höfuðatriðinu, er það vor hæsta gleði? Ritningarorð til íhugunar; Páll segir: „Jeg fyrirverð mig ekki fyrir fagnaðarerindi Krists; því það er kraptur Guðs til hjálpræðis hverjum þeim, sem trúiru. Róm. 1, 16. „Enginn getur annan grundvöll lagt en þann sem lagður er, sem er Jesús Kristur“. 1. Kor. 3, 11. „Orð krossins er heimska þeim er glatast, en oss, sem hólpnir verðum, er það kraptur Guðs“. 1. Kor. 1, 18. „Hann (Kristur Jesús) er orðinn oss vís- dómur frá Guði, bæði rjettlæti og helgun og endurlausn.“ 1. Kor. 1, 30, b. Jóhannes segir: „Eins og þjer hafið heyrt að andkristur kemur, þá eru nú einnig marg- ir andkristar komnir fram“. 1. Jóh. 1, 18. „Hver er lygari ef ekki sá, sem neitar að Jesús sje Kristur? Sá er andkristurinn, sem afneitar Föðurnum og Syninum. Hver sem afneitar Syninum, hefur heldur ekki fundið Föðurinn“. 1. Jóh. 1, 22—23. Páll segir: „Enginn tæli yður með mark- lausum orðum, því að vegna þess kemur reiði Guðs yfir syni óhlýðninnar. Verðið þess vegna ekki lagsmenn þeirra!“ Ef. 5, 6—7. í Hebreabjefinu stendur: „Er vjer þá höf- um mikinn æðsta prest, sem farið hefur í gegnum himnana, Jesúrn Guðs son, þá höld- um vjer fast við játninguna“. (Hebr. 4, 14). t Richard C. Morse dáinn. Á jóladagin síðastliðinn andaðist þessi elzti framkvæmdarstjóri K. F. U. M. í Ameríku, sem staðið hefur í starfinu síðan 1869. Hann var hinn fyrsti, sem gjörði framkvæmdar- stjórastöðuna í fjelaginu að lífsköllun sinni. í 46 ár var hann einn af aðalforgöngumönn- um hins norð ur-Ameríska fjelags-sambands. Hanr. var fæddur 1841, og hefur tekið þátt í allflestum alþjóðafundum fjelagsins síðan á fundinum í Amsterdam árið 1872. Hann var með i stofnun alþjóðasambandsins í Sweizz árið 1878. — Sístarfandi, sífjörugur, ávalt sættir manna, ef einhverjar snurður ætluðu að verða á. Víðsýnn maður, sem fram á ní- ræðisaldur gat sett sig inn í breyttar þarfir æskulýðsins; staðfastur og einlægur í trú sinni á Guðs son og friðþægingu hans. Lif- andi bænarinnar maður, auðmjúkur og blátt áfram, og hispurslaus og hreinskilinn, og veik aldrei hársbreidd frá því sem hann áleit rjett. Að tala við hann var stór uppbygging. Hann lifði í guðsorði og elskaði bræðrafjelagið. Hann tók þátt í Alþjóðafundinum í Helsing- fors í sumar sem leið. — Hans er saknað af mörgum persónulegum vinum nær því í hverju landi. í Pörtschach var hann 1923 á 12 daga fundinum og ávarpaði hann þá hina 900 fulltrúa frá 43 þjóðlöndum, og endaði á þessa leið: „Mig langaði til að frambera þenna vitnisburð um gæzku Guðs við oss — vitnis- burð um samfjelag Drottins vors og frelsara við oss þrátt fyrir galla vora og misskilning vcrn á honum og hver á öðrum. — Hans náð, náðin drottins vors Jesú Krists, kær- leiki Guðs og samfjelag Heilags Anda hefur samt verið verkandí í þroskun starfsins í K. F. U. M. Alþjóðanefndin í Genéve segir meðal ann- ars í tilkynningunni um lát hans: „Fjelögin

x

Mánaðarblað K.F.U.M. í Reykjavík

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mánaðarblað K.F.U.M. í Reykjavík
https://timarit.is/publication/497

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.