Mánaðarblað K.F.U.M. í Reykjavík - 01.01.1929, Qupperneq 3

Mánaðarblað K.F.U.M. í Reykjavík - 01.01.1929, Qupperneq 3
 MÁNAÐARBLAÐ KFUM REYK J AVÍ K »Lát ekki hugfallast«. Svo segir Drottinn: „Þú sem jeg hreif frá endimörkum jarðarinnar og kallaði þig frá yztu landsálfum hennar og sagði við þig: Þú ert þjónn minn, jeg lief útvalið þig og eigi hafnað þjer! Óttast þú eigi, því jeg er með þjer; lát ekki hugfallast, því að jeg er þinn Guð; jeg styrki þig, jeg hjálpa þjer, jeg styð þig með hægri hendi rjettlætis míns“. (Jes. 41, 9—10). Þú, sem skírður ert til nafns hins þríeina Guðs, þú ert útvalinn til að koma fram fyr- ir auglit Guðs og þiggja náð hans i Jesú Kristi og öðlast rjett til að vera Gnðs útval- ið, heilagt og elskað barn. Hefur þú tekið á móti þessari útvalningu og gjört hana vissa með því að taka háttaskifti með endurnýj- ungu hugarfarsins, síðan með því að treysta þeim Guði, sem hefur kallað þig og útvalið þig? Það er hræðilegt að fara á inis við þessa útvalningu og liafna henni annaðhvort með vantrú eða hálfvelgju eða ljettúð. Án þess að taka á móti þessu tilboði, og festa allt þitt traust á þann, sem gjört hefur tilboðið, Guðs eíngetinn son, Jesúm Krist, getur þú ekki orðið hólpinn. Ef þú snýr þjer ekki til Guðs og fiýr til hans náðar, þá drottnar syndin í þjer, hinn eilífi dauði vofir yfir þjer, ský Guðs brennandi reiði þjettist yfir höfði þjer. Það stoðar ekki hót, þótt lygaandi heimsins boði þjer ljettari frelsisveg; allir tilbúnir frels- isvegir manna enda í auðn og ófæru. Og öx- in liggur þegar að rótum trjánna, og sjer- hvert trje, sem ekki ber góðan ávöxt mun upphöggvið verða. Svo hljóðar raustin sem aðvarar menn á vantrúaröld, raustin, sem segir: Takið sinna skipti og gjörið iðrun og snúið yður til Guðs miskunnar í Jesú Kristi, og takið á móti útvalning yðar og gjörið hana vissa með því að festa allt yðvart traust á hinn lifandi Guð, sem hefur kallað yður til samfjelags við sinn son Jesúm Krist. Og þá fær þú að heyra og getur tileinkað þjer orð Guðs: Óttast eigi, þú ert þjónn minn, jeg hef útvalíð þig. Lát eigi hugfallast því að jeg er þinn Guð“. Eru ekki þessi orð meiri öllum ógnaryrðum eða háðglósum hins tryllda tíð- aranda. Ilvað er að óttast, þegar Guð er með oss. — Hvað getur ókomni tíminn bor- ið í skauti sínu, sem. þurfi að skelfa oss? Guð er með oss, hann styrkir oss, hann styð- ur oss með hægri hendi rjettlætis síns! Er ekki nægilegt að vita þetta? Ef vjer í sann- leika treystum því, að Guð er oss meira en fjarlæg hugmynd, ef hann er oss hinn æðsti og staðl’astasti raunveruleiki, þá er það nægi- legt. Er vinátta vina þinna raunveruleiki fyrir þjer? Það er eitt með því sælasta á jörð. að eiga vináttu góðra manna, og samt er hún ekki fullkomlega trygg, vjer getum með einhverri ógætni eða misgjörð móðgað þá, svo að þeii: snúi við oss bakinu, en Guð er trúr og vinátta hans órjúfanleg; vjer getum með yfirsjónum og allskonar synd hryggt Guð, 123345 • i

x

Mánaðarblað K.F.U.M. í Reykjavík

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Mánaðarblað K.F.U.M. í Reykjavík
https://timarit.is/publication/497

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.