Mánaðarblað K.F.U.M. í Reykjavík - 01.11.1929, Blaðsíða 4

Mánaðarblað K.F.U.M. í Reykjavík - 01.11.1929, Blaðsíða 4
2 MÁNAÐARBLAÐ K. F. U. M. Síðast var talað um starfsemina í Vatna- skógi og skemmtiferðir þangað og dvaiir þar. Sjera Bjarni þakkaði ræðumönnum, og fjelagsmenn þökkuðu með lófaklappi. Fundurinn var mjög skemmtilegur og á eptir sátu menn saman við kaffidrykkju og þar innleiddi Sigurbjörn Þorkelsson umræð- ur um þátttöku fjelagsins í Alþingishátíð næsta sumar. Urðu fjörugar umræður um það mál. Ræða Jóns Oddgeirs. Þetta sumar, sem kveður okkur á morgun, mun ávalt verða talið merkissumar í sögu Væringjafjelagsins og íslenzkra skáta í heild, því það var á þessu sumri að 32 ísl. skátar og flest af þeim Væringjar, fóru utan til þess að koma fram fyrir hönd íslands á því stærsta og merkasta móti, sem haldið hefur verið meðal skáta. — En jeg ætlaði ekki að byrja á því að segja ykkur frá Jam- boree, heldur skýra lauslega fyrir ykkur Væringjalífið hjer heima á þessu sumri. Einn af meginþáttum í starfi Væringja- fjelagsins er útilífið. Við viljum kenna drengjunum að lifa hollu og sjálfstæðu úti- lífi og það, sem kalla. inætti undirstöðuna að útilegustarfsemi okkar er Væringjaskál- inn. Hann stendur, eins og mörgum ykkar er kunnugt, skamt frá bænum Lögberg, eða þar, sem nefnt er að Lækjarbotnum. Það er tilvalinn staður fyrir útilegumenn og um jarðveginn þar gætum við sagt líkt og kveð- ið er um Kaldársel: Gægðist upp hraun Úr grunnum jarðveg, Sumstaðar lyng I lautum grjeri. Skiptist á mosi Og magrar þúfur, Grasi klæddir Grundarblettir. Þá mætti og segja að margt er líkt með skyldum, því í Lækjarbotnum var sel í gamla daga eins og í Kaldárseli. Haft var þar í seli frá Elliðavatni. En nokku fyrir aldamótin síðustu var þar reist bændabýli og hjet sú Hallbera, er þar bjó. En seinna, þegar þjóðvegurinn var lagður austur, þar sem hann er nú, var býlið flutt að veginum og nefnt Lögberg. Árið 1920 keypti svo Væringjafjelagið landspildu þá, sem gamli Lækjarbotnabær- inn hafði staðið á og hefur það verið í eign þess síðan. Jarðabætur hafa Væringjamir gert þar nokkrar, en hægt hefur þeim verk- um miðað, þar til í fyrrasumar að meiri hluti spildunnar var girt. Og aldrei hefur verið unnið þar jal’nmikið og einmitt nú í sumar. Allstór grasflöt, sem er fyrir sunnan skálann hefur verið lagfærð mikið og sáð grasfræi í nokkuð af henni. Um 50 trjá- plöntum hefur verið komið fyrir í grend við skálann og 10 góðar birkihríslur fluttum við úr hrauninu heim undir skála. Alt hefur þetta dafnað vel og er því orðið allblómlegt þar efra, og Skátaskáli skín við sól, skreyttur gróðri blíðum, Fjölda drengja frelsisból, fjalla undir hlíðum. Eins og jeg sagði áðan, mætti kalla skál- ann undirstöðuna að útilegustarfsemi okkar, því þegar nýir drengir koma i fjelagið, er fyrst farið með þá í skálaferð og þar eru þeir vandir nokkuð við líf og reglur útilífs- ins og er þeir hafa numið það helsta, fá þeir að vera með í tjaldferðunum. Okkar fyrstu ferðir á voi in eru og oftast nær í skálann,því þá er jarðvegurinn oftast of blautur til þess að tjalda á. Sömuleiðis á haustin þegar orð- ið er of dimt og kalt til að liggja í tjöldum, þá förum við í skálann. Margar góðar end- urminningar eru því bundnar við þennan stað og það er ekki ósjaldan að hugurinn reikar upp í skála, þar sem góðir fjelagar, varðeldar, sögur og söngur gerðu hinar stuttu samverustundir ógleymanlegar. í sumar hefur skálinn verið notaður svo að segja um hverja helgi, ýmist af Væringjum

x

Mánaðarblað K.F.U.M. í Reykjavík

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mánaðarblað K.F.U.M. í Reykjavík
https://timarit.is/publication/497

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.