Mánaðarblað K.F.U.M. í Reykjavík - 01.11.1929, Blaðsíða 8

Mánaðarblað K.F.U.M. í Reykjavík - 01.11.1929, Blaðsíða 8
6 MÁNAÐARBLAÐ K. F. U. M. ur öllum þeim vonum, er vjer höfðum gjört oss. Nú er veturinn í garð genginn og vetrar- starfið að komast í fullan gang. Fundir hafa verið all vel sóttir í October. Unglinga- aeildin virðist að hafa fengið byr í seglin við breytinguna og sunnudagsfundirnir liðnu hafa verið mjög ánægjulegir. Á síðasta fundi U-D í October voru teknir inn 24 nýir með- limir. Kvöldskólinn er nú í fullu starfi og var mjög mikil aðsókn að honum; vantar aðeins enn hentugra húsnæði til þess að hann gæti að fullu notið sín og þyrfti ekki að vísa frá umsækjendum. Handavinnuflokkurinn er tekinn til starfa og vinnur vel. Hróbjartur Árnason, for- stöðumaður hans, sigldi í sumar og kynnti s.i er starfið að burstagjörð og aflaði sjer sambanda um efni og tæki. Slík handavinna getur fengið mikla þýð- ingu í framtíðinni og orðið merkilegur liður í uppeldisstarfsemi fjelagsins. K. F. U. M. í Hafnarfirði hefur líka stofnað sjer slíkan starfsflokk og er þar góður áhugi meðal U-D pilta vaknaður fyrir þeirri grein. ----o---- Bænavikan. Hin árlega bænavika fjelagsins í öllum löndum hefst sunnud. 10. Nóv. Hugleiðingar- efnið og yfirskript allrar vikunnar er: G u ð: hinn mikli virkileiki. Sunnudagurinn er helgaður íhuguninni: Hinn eilífi Guð. (Jes. 6, 1—5; Jes. 55, 6—9). Tilbeiðsla Guðs. — Bænarefni: Játning um tregðu vora og tómlæti. Þakkir fyrir blessun Guðs á liðnu ári. Bæn um aukinn árangur af fjelagsstarf- inu, og fyrirbæn: Veraldai’sambandið. Mánudagurinn er helgaður íhugun opinberunar Guðs í sköpunarverki sínu. 1. Mós, 1, 1—2, 31; Sálm. 19, 1—2; Róm. 1, 19—20. — Fyrir- bæn: Starfið í Afríku. Þriðjudagurinn er helgaður hugsuninni um Guð föður allra manna. Jes. 43, 7—9; Sálm. 103, 10— 14; Matt 5, 43—45. — Jesús opinberaði kær- leika Guðs um- föður kærleika, sem vill að allir verði hólpnir. — Fyrirbæn fyrir Ame- ríku. • Miðvikudagurinn er helgaður hugleiðing um opinberun Guðs í Jesú Kristi. — Hann þráir frelsun manna. Jóh. 1, 1—4,14; Hebr. 1, 3; Róm. 8, 18—23. — Fyrirbæn fyrir Asíu. Fimmtudagurinn helgaður hugleiðingunni um Guðs íbúandi mátt. Jóh. 14, 15—18; 15, 26. — Fyrirbæn fyrir Ástralíu. Föstudagurinn helgaður hugleiðingunni um Guð í trúar- reynslu manna. Gal. 5, 6—7; Hebr. 11, 32; 12, 2; Ef. 4, 4—13. — Fyrirbæn fyrir Európu. I augardagurinn helgaður hugleiðingunni um „trú og til- beiðslu". Mark. 5, 34; 9, 22—24; 11, 22—24; Róm. 8, 31—39; Obinb. 5, 9—12. — Fýrir- bæn fyrir allri kirkju Iírists. Ath. Þegar talað er um fyrirbæn um heimsálfunum, er átt aðallega við starf K. F. U. M. þar. ----o----- Jóel Ingvarsson, formaður K. F. U. M. í Ilafnarfirði verður fertugur þ. 3. þ. m. — llann hefur verið fjelagsmaður síðan 1911 og allt af verið einn af beztu og trúföstustu starfsmönnum vorum. Fjöldamagir fjelags- menn munu senda honum hlýjar óskir þann dag.

x

Mánaðarblað K.F.U.M. í Reykjavík

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mánaðarblað K.F.U.M. í Reykjavík
https://timarit.is/publication/497

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.