Mánaðarblað K.F.U.M. í Reykjavík - 01.11.1929, Blaðsíða 7

Mánaðarblað K.F.U.M. í Reykjavík - 01.11.1929, Blaðsíða 7
MÁNAÐARBLAÐ K. F. U. M. 5 þetta hús og hafðir þar til að sýna dugnað fjelagsins og velgegni á ókomnum tímum. Þeir verða vitanlega geymdir í glerskáp, sem jeg vona að verða fljótlega of lítill, þótt hafður verði „við vöxt“. 1 Júlímán. fór fjelagið reglulega skemmti- ferð í Þrastaskóg. Á seinni árum hefur fjelagatala aukizt stórum. I sumar bættust fjelaginu yfir 70 meðlimir, svo að nú eru fjelagsmenn hátt á sjöunda hundrað. Alls háði fjelagið á sumrinu 27 kappleika, vann 17, tapaði 7, gjörði jafntefli í þrem- ur. Vörn Vals hefur löngum verið álitin með afbrigðum góð, en mönnum löngum fundist Val vanta skotmenn; er vjer lítum á marka- fjölda fjelagsins í sumar sjáum vjer að þetta ei að lagast. Ræðurnar urn Kaldársel og Vatnaskóg þurfa ekki að birtast hjer, þar sem í blað- inu hafa áður komið all ítarlegar frásagnir um starfið á báðum þessum stöðum. Ræða Guðmundar Bjarnasonar var ekki eptir skrifuðu handriti og getur því ekki komið hjer orðrjett. Sumarstarfið inn á ræktunarlandi voru kemur í stað fundarhalda á vetrum. Er unn- ið hvern fimmtudag og optar er þörf gerist. Þá vinna og meðlimir yngri deildanna eitt kvöld í viku og rækta í einu horni landsins blómgarð og var hann mjög prýðilegur í sumar. Allstór garður er þar fyrir rabar- bara, og var svo vel sprottið þar að tekinn var upp þroskaður rabarbari fyrir páska, en svo kom vorhretið og allt visnaði í bili og náði sjer ekki fyr en út á sumarið leið. Unnið var eins og á undanfarandi sumrum að grasrækt, einnig að taka upp grjót og bera burtu. Hefur í því verið nægilegt verk- efni á undanförnum sumrum, því landið var upprunalega valið mest með því fyrir aug- um að verkefnin væru nóg, enda var vart hægt að fá öllu hrjóstugra land í nánd við bæinn. I fyrra var byggður þar skáli eða baðstofa og er þar endað með guðsorði og bæn að loknu verki. I sumar var húsið málað og byggður eldhússkúr og fengu menn líka opt kaffi þar inni og höfðu góða samveru. Marg- ir koma mjög trúfastlega þangað inneptir, en fjelagsmenn almennt mættu sýna þar meiri áhuga og fjölmenna betur en gjört hefur verið. Gefur þetta starf þátttakendum mikla ánægju og líkamlega og andlega bless- un. Ræða Guðmundar Ólafssonar var heldur ekki á handrit skráð. Menn voru rnjög vondaufir í vor sem leið hvort þessi nýja aðferð að hafa haustmark- að mundi ná tilgangi sínum. Nefndir voru settar og hlaut Guðmundur forgöngu þessa máls. Var mikill fjöldi sem vann að þessu. Sjerstök nefnd sá um að byggður var sölu- skáli í húsagai'ðinum og þar fór salan frarn. Var þar langt búðarborð alþakið vöi’um. Vör- urnar voru gefnar mjög góðfúslega og starf- aði sjerstök nefnd að því að útvega þær. Nefnd sá einnig um að skreyta húsið og önn- ur um skemmtanir þær er fram fóru í stóra salnurn, og enn ein sá um veitingar, er á boð - stólum voru. Kom i ljós mikill áhugi, sam- starf og fói’nfýsi við mai’kaðshaldið. Fór allt hið bezta fram og salan heppnaðist svo vel að allt seldist og fjelagið fjekk mikinn tekju- auka, við þetta. En það bezta var hve vel kom í ljós óeigingjarnt starf og samvinna hjá fjelagsmönnum. Er mikið að þakka fyrir þegar litið er til baka á þessa þrjá haust- markaðsdaga og allt hið mikla starf bæði undan og eptir; það var unnið mjög ósleiti- lega og K. F. U. K. í’jetti fram fúsa og góða hjálparhönd. Þá ber að þakka öllum þeihi, sem gáfu gjafir í vörum og ýmsu, og þeirn er komu til að skemmta mönnum með hljóð- færaslætti, söng, fyrirlestrum og n.pplestri. — Vjer höfum einnig lært mikið á þessai’i fyrstu tilraun, því sjá má ýmislegt, sem bet- ur og hagsýnar hefði mátt vera. En yfir- höfuð má segja að markaðurinn tókst bet-

x

Mánaðarblað K.F.U.M. í Reykjavík

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mánaðarblað K.F.U.M. í Reykjavík
https://timarit.is/publication/497

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.