Mánaðarblað K.F.U.M. í Reykjavík - 01.11.1929, Blaðsíða 9

Mánaðarblað K.F.U.M. í Reykjavík - 01.11.1929, Blaðsíða 9
MANAÐARBLAÐ K. F. U. M. 7 Fundir og samkomur í Nóvembermánuði. K. F. U. M. A-D fundir á fimmtudagskvöldum kl. 8J4. 7. Nóv. Ingvar Árnason stjórnar fundin- um. Sjera Ámi Sigurðsson flytur erindi: „Feður og synir“. 14. Nóv. Bænavikusamkoma. 21. Nóv. Ólafur Ásgeirsson stjómar fund- inum. Sigurður Guðjónsson kennari: Fram- hald ferðasögu um Norðurlönd. 28. Nóv. Inntaka nýrra meðlima. Kynn- ingarsamvera. Kaffi. Almennar samkomur miðvikudagskvöld kl. 8l/2. 6. Nóv. Sjera Bjarni Jónsson talar. 13. Nóv. Bænavikusamkoma. 20. Nóv. Sjera Þórður Ólafsson talar. 27. Nóv. Sjera Þorsteinn Briem talar. Fundaiefni K. F. U. K. í Nóv. 1. Nóv. Sjera Þórður Ólafsson talar. 8. Nóv. Fermingarstúlknakvöld. 15. Nóv. Bænavikan. 22. Nóv. Útbreiðslufundur. Boðið náms- meyjum og öðrum ungum stúlkum. 29. Nóv. Kaffikvöld. Kæru fjelagssystur! Styðjið starfsemina með fyrirbæn yðar og nærveru á fundum. Leitist við að leiða ung- ar stúlkur í hóp vorn svo að þeim gefist kostur á að kynnast starfsemi K. F. U. K. Með vinarkveðju. . Stjórnin Fundarefni Y-D K. F. U. K. í Nóv. 5. Nóv. Frú Bentína Hallgrímsson les upp. 12. Nóv. Enginn fundur (Bænavikan). 19. Nóv. Sýndar skuggamyndir. 26. Nóv. Saumafundur. Kæru fjelagssystur í Y-D! Gleðjið oss með nærveru yðar á fundum vorum. Prýðið fundina með ungum andlit- um! Með vinarkveðju Stjómin. ----o---- H J A RTA Hjúkrunarmaðurinn hans pabba. (Mánaðarsagan). Morgun einn í marz, í rigningarveðri, kom drengur einn, búinn eins og sveitadrengur, votur og forugur til dyravarðarins í sjúkra- húsi einu í Napoli. Hann tók fram brjef og spurði eptir föður sínum. Hann var laglegur, fölleitur og nokkuð mórauður að yfirlitum, með skýr og stillileg augu, þykkar varir, sem allt af stóðu hálf opnar, svo að röðin af mjallahvítum tönnum kom í ljós. Ilann kom frá þorpi einu í nánd við Napólí. Faðir hans hafði fyrir ári síðan farið til Frakklands til þess að leita þar atvinnu, en var nú kominn aptur til Italíu; hafði fyrir fáum dögum síðan komið í land í Napolí, en crðið svo skyndilega veikur, að hann rjett aðeins hafði haft tíma til að skrifa nokkrar línur heim til sín til þess að láta fólk sitt vita að hann lægi veikur á þessu sjúkrahúsi. Kona hans hafði orðið utan við sig af sorg af þessum frjettum, en af því að hún varð að vera yfir veiku barni sínu og gat því ekki farið sjálf,' hafði hún sent elzta drenginn sinn til Napólí með fáeina aura til að hjálpa föður sínum. Drengurinn hafði gengið 10 míl- ur um nóttina. Frá þessu öllu sagði drengur- inn og dyravörðurinn leit á brjefið og kallaði á hjúkrunarmann og bað hann að fylgja drengnum á fund föður hans. „Og hver er faðir hans?“ spurði hjúkrun- armaðurinn. Drengurinn titraði af ótta við þá hugsun að fá slæmar frjettir, og sagði nafn hans. Hjúkrunarmaðurinn gat ekki munað eptir neinu slíku nafni.

x

Mánaðarblað K.F.U.M. í Reykjavík

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mánaðarblað K.F.U.M. í Reykjavík
https://timarit.is/publication/497

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.