Mánaðarblað K.F.U.M. í Reykjavík - 01.01.1935, Blaðsíða 4
2
MÁNAÐARBLAÐ k. f. u. m.
Jesús, sannur Guð.
Ræða eptir Fr. Fr.
. Texti: Jóh. 5, 17. -23.
Það sem Gyðingum yfirleitt sárnaði mest
í kenningu og framkomu Jesú, var kenning-
in um sjálfan hann, kenningin um1 ]rað, að
hann væri af himnum sendur, ekki eins og
spámaður, það vildu þeir viðurkenna, held-
ur sem sonur Guðs, af sama eðli og Guð, út-
genginn af Guðs veru, svo að hann einn
hafði rjett í fyllsta skilningi að kalla Guð
föður sinn, og gjörði sig þannig Guði jafnan.
Þetta var þeim þyrnir í augum. Þeir höfðu
ekkert á móti að vegsama hann fyrir siða-
kenningar hans, fyrir hin náðarríku orð, er
framgengu af hans munni, fyrir kraptaverk
hans. En þegar hann tileinkaöi sjer guðdóm-
legt vald, og vitnaði um guðdóm sinn, urðu
þeir svo æstir, að þeir hvað eptir annað vildu
ráða hann af dögum. Allt annað gátu þeir
fyrirgefið honum. Jafnvel það, að hann setti
sig upp yfir sjálft lögmálið, og sagði: »Þjer
hafið heyrt, að sagt var við forfeðurna: þú
skalt ekki morð fremja .., en jeg segi yður
o. s. frv., eða kvaðst vera herra hvíldardags-
ins, það gátu þeir fyrirgefið. Þegar banii
sagði: »Hjer er meira en Salomon; hjer er
meira en Jónas«, það ljetu þeir sjer lynda,
en þegar hann sagði: »Faðir minn starfar
allt til þessa og jeg starfa einnig«, þá leit-
uðust þeir ennfremur við að ráða hann af
dögum. Þegar hann sagði: »Jeg og faðirinn
erum eitt!« Það fannst þeim með öllu óhaf-
andi. Aðalsökin er þeir færðu fram fyrir
því, að hann væri dauðasekur, var einmitt
þetta: »Hann hefur gjört sig að Guðs syni«.
- Og þegar hann stóð fyrir dómstóli æðstu
prestanna og þeir gátu ekkert fundið, sem
unnt væri að byggja dauðadóm á, þá tck æð:sti
presturinn það ráð, að særa hann við hinn
lifanda Guð, að segja þeim, hvort hann væri
sonur Guðs, og er hann á þeirri stundu stað-
festi með eiði að hann væri það, þá kváðu
þeir hann allir dauðasekan. En með allri mót-
spyrnu sinni komu þeir því einu til leiðar,
að guðdómur hans skein æ bjartar fram og
kom berlegar í Ijcs. Þannig var það þá, og
þannig er það nú á dögum. — Menn hatast
við engri kenningu eins og þeirri, að Jesús
sje Guðs sonur; það er mönnum meiri þyrnir
í augum, en ailt annað. Nútímamenn heimta
af þjónum kirkjunnar, að þeir slaki á kiónni
og dragi úr þessu. Og margir kirkjunnar
þjónar er’u þeir heiglar, að þeir þora ekki
að halda skýrt að mönnum vitnisburðinum
um guðdómseðli Jesú eða guðssonartign
hans. Þeir reyna svo að ráða bót á þessu með
því, að glamra um »hinn bezta mann á jörð«,
»hinn guði fyllt-asta mann, hinn æðsta kenn-
ara, speking og meistara« o. s. frv. Og lítiö
hugsandi lýður getur dáðst að þessum mönn-
um, og hafið þá upp til skýjanna fyrir orð-
snilld þeirra og gáfur og rökfimi, eða fyrir
lærdóm þeirra, »víðsýni«, »víðfeðmi« og skáld-
leg tilþrif. Mörgum þykir þetta svo dá-
samlegt og ldusta á það á sama hátt og' Jjeir
hlusta á velsungið lag á »konsert«, eða vel-
sagða skáldsögu. Þeir skemmta sjer við
glingrið, en kæra sig ekki um kjarnann. Þaö
kemur til af því, að menn vilja helzt heyra
það, sem eyrun kitlar, og þeir snúa eyrum
sínum burt frá sannleikanum, og snúa sjer
að æfintýrum. Þeir vilja ekki vakna nje vek.j-
ast láta af hinni heilnæmu kenningu hins
sanna kristindóms, nje af alvöru lífsins og
eilífðarinnar. Þeir vilja vera kristnir, án
þess að beygja sig undir guðdómsvald krist-
indómsins. Ef um Jesúm Krist er talað vel
og hann dásamaður sem maður, eru þeir á-
nægðir, því að þeir finna það, að sje Jesús
ekki annað en maður, ekki annað nje meira
en Budda, Múhamed, Konfutse eða Sókrates,
þá hefur hann ekkert vald nú til að heimta
skilyrðislausa hlýðni; o;>■ það er mönnum
mein-illa við á vorum dögum. Ef hann er
ekki annað en hinn fullkomnasli maður, sem
lifað hefur á jarðríki, þá er engin nauðsyn
á að beyg'ja sig algjörlega fyrir því, sem
mönnum þykir óþægilegt að hugsa til, þó að