Mánaðarblað K.F.U.M. í Reykjavík - 01.01.1935, Blaðsíða 13
MÁNAÐARBLað k. F. U. M.
11
á, hvað þeir hefðu sagt, fannst þeim það hafa
verið ískyggileg'a fífldirfskulegt. Og þeir urðu
sammála um, að gera alls ekkert til þess að
reyna að fá Lesara-Knút til þess að hætta
að biðja. Veslings Friðþjófi, sem hafði tekið
svo freklega til orða, var næstum því eins inn-
an brjósts og Pjetri, þegar hann varð til þess
að afneita Frelsara sínum. Var því ef til vill
þannig varið með Friðþjóf, að hann væri með
Lesara-Knúti, einungis vegna þess, að hann
var svo framúrskarandi fiskimaður, en vildi
ekki taka neitt á sig af háði því og spotti,
sem. fylgdi því, að vera heilhuga í kristin-
dóminum hér í fiskiverinu? Hann varð að við-
urkenna það í hjarta sínu. Hann lofaði því
með sjálfum sjer, að vera aldrei framar svona.
stóryrtur, þegar talað væri um Lcsara-Knút.
Þegar þeir voru með Lesara-Knúti í bátn-
um, höfðu þeir ekkert um hann að segja.
Þeir voru einungis hjartanlega öruggir af
því að vita af honum við stýrið. Það jók á
hugrekki piltanna, og' þeir rjeru svo kná-
lega, að það hrykti í árunum, og þeir voru
ávallt með þeim fyrstu út á miðin.
Svo var það einn dag' — veðrið var alls
ekki slæmt svolítill kaldi — en ekki meira
en svo, að einum manni var vel fært að and-
æfa. Það var mikill fiskur, og engum datt
í hug að róa í lancl. Sumir draga inn færið,
aðrir beita og enn aðrir renna. Nóg er að
gei'a. — En allt í einu rís Knútur upp, tek-
ur af sjer sjóhattinn, veifar honum eins og
vitstola maður, og allt í einu heyrist hrópað
drynjandi raustu yfir fiskiflotann: »Róið í
land!«
Sumir brostu, en aðrir hjeldu, að Knútur
væri genginn af vitinu. Enn aðrir urðu reiðir
og sögðu, að hann hefði ekkert vald til þess
að skipa: þeim að róa í land, og það þegar
nógur fiskur væri. — En hvað var þetta?
Piltarnir hans Lesara-Knúts drógu inn fær-
in sín og' g'áfu sjer ekki einu sinni tíma til
þess að gera þau upp, og áður en þá varir,
ei'u þeir búnir að reisa mastrið. Stýrið eru
þeir búnir að setja á, og' Knútur stýrir til
lands. Jafnframt því sem hann verður að
hafa hugann við að stýra fyrir alla hina bát-
ana heldur hann áfram að hrópa til þeirra:
»Róið í land.« Og' öllum virðist vera eitthvað
einkennilegt við röddina hans í dag. Þessi
biðjandi og um leið ákveðna rödd hlaut að
hafa einhverja sjerstaka þýðingu. Það varð
eitthvað svo ótryg-gt á sjónum í dag, og hver
eptir annan fóru þeir að draga inn færin.
Mastur eptir mastur er reist, stýri eptir stýri
er sett á, og brátt sjest heill veggur af segl-
um. Mennirnir í seinustu bátunum sáu, að
það voru tveir bátar, sem ekki fylg'dust með,
en allir voru á einu máli um það, að það hlyti
að hafa óhöpp í för með sjer.
Það þykknaði ákaft í lopti. Gott var að þeir
heyrðu hrópið hans Lesara-Knúts og hlýddu,
því að nú var komið vitlaust veður. Eptir
klukkutíma siglingu var bátur Knúts kom-
inn að skerjunum og hinum hættulega brim-
garði. Iljer, hugsaði hann, verður erfitt fyrir
margan í dag', og' samstundis snýr hann bátn-
um við og siglir fram hjá öllum hinum bát-
unum. Mennirnir í bátnum hans Knúts sögðu
ekkert, en öllum 1‘annst þeim það vera mikið
áhættuverk, að sigla út aptur, eins og veðrið
var. Strax og Knútur, sjer, að þeirra bátur
er orðinn aptastur, breytir hann stefnu cg
stýrir til lands á eptir hinum. Nú hefir for-
maðui’inn meira en nóg með að stýra. Tveir
menn gæta seg'lanna, og einn eys af öllum
kröptum. Knútur er mjög varkár, þegar hann
kemur aptur að brimgarðinum. 1 dag-villhann
vera síðastur fyrir utan skerin. — En þarna
já, var það ekki þetta, sem hann var
hræddur um. Þeir tveir, sem sáu um seglið,
störðu líka fram fyrir sig, og það er eins og
eitthvað angistarfullt við svip þeirra, þegav
þeir sjá einn af bátunum legg-jast á seglið og
fyllast. Þá hljómar rödd formannsins ákveðin:.
»Fellið seg'lin, piltar.« Eins og elding fram-
kvæmir maðurinn við mastrið skipunina. Þeir
skilja hugsanir formannsins. Knútur ei‘ und-
arlega rólegur. Á bátnum, sem hvolft hafði
hangá þrír menn á kjöl. Knútur leggst þungt
á stýrissveifina og stýrir fram með bátnum,
sem hvolft hafði. Tvær kröftugar hendur ná
taki á tveimur mönnunum, sem á kjöl eru,
og að lítilli stund liðinni er þeim vel borgið