Mánaðarblað K.F.U.M. í Reykjavík - 01.07.1938, Blaðsíða 11

Mánaðarblað K.F.U.M. í Reykjavík - 01.07.1938, Blaðsíða 11
MÁNAÐARBLAÐ K. F. U. M. 33 víkurflokkurinn kom upp eftir. 1 honum voru 38. Annar Reykjavíkurflokkurinn kom svo upp eftir, miðvikucl. 13. júlí, en hinn hjelt heim. Sá flokkur var sögulegastur að því leyti að hann var stærsti flokkurinn, sem nokkurn- tíma hefur dvalið í skóginum, 60 ma,nns. Þrátt fyrir það var ílokkurinn einhver á- nægjulegasti flokkur sumarsins. Þessir þrír fyrstu flokkar fengu allir hið ákjósanlegasta veður, og má segja að nær aldrei drægi fyrir sól. Næstu flokkar fengu rigningu öðru hvoru, en hlýindi og yfirleitt gott veður. Þriðji Reykjavíkurfl. var 19.—28. júlí, 10 daga. 1 þeim flokki voru 44. Loks var síðasti flokkur 6.—14. ágúst, og voru í honum 27 manns.------------- Ýmsar umbætur voru gjörðar áður en starfið hófst. Meðal annars: var byggt nýtt búr og mjög þægilegur og góðúr bátur út- vegaður á vatnið. Kom það hvorttveggja að mjög góðu haldi. Margt hefur mátt læra af starfinu í sum- ar fyrir framtíðarrekstur starfsins. Aðsókn- in hefur aldrei verið önnur eins, og er það oss knýjandi bending um 'að nýji skálinn þarf að koma sem fyrst. I sumar hefði vel getað illa farið, ef sjerstök veðurblíða hefði eigi verið fyrir hendi, þegar fiest var. En á slíkt getum vjer ekki treyst í íslenzku sumarstarfi. Ef eigi veröur ráðin bót á ytri aðbúnaði, er ekki annað sýnna en að takmarka verði mjög aðgang að Skóginum. Þegar vjer lítum lil baka yfir sumarið, hefur það verið eitt af vorum beztu sumrum, hvað hið ytra, og innra snertir. Að vísu hafa skipst á ljós og skuggar, eins og lífinu til- heyrir, en yfir öllu hefur náð Guðs hvílt í ríkum mæli. Já, þegar erfiðast var, var hjálp- in næst. Og rnargar af manns björtustu minn- ingum eru knýttar við Vatnaskóg' 1938! Ástr. S, Vjer Farisear. Eftir Ragnar Leiveslad. Fariseinn stóð og taðst þannig fyrir með sjálfum sjer: Guð, jeg þakka þjer að jeg er ekki eins o aðrir menn; ræningjar, ranglætis- menn, hórkariar eða þá eins og þessi tollheimtumaður. — Lúk. 18, 11. Vjer þekkjum allir þetta atvik, Fariseann og tollheimtumanninn í musterinu, og oss finnst þessi Farisei blátt áfram viðbjrðsleg- ur í allri siinni sjálfhælni cg sjálfselsku. Og oss finnst að vjer vera hátt yfir hann hafn- ir. Já, auðvitað erum vjer hafnir yfir þjófa, ranglætismenn og. jafnvel líka yfir þenna veslings tollheimtumann. Ef til vill hugsum vjer þannig með sjálfum oss, að vjer þökk- um Guði ekki aðeins fyrir að vjer erum ekki eins og ræningjar, hórkarlar og tollheimtu- menn, heldur einnig fyrir að vjer erum ekki eins og þessi Farisei. Og svo virðum vjer fyr- ir hugskotssjónum, vorum vort eigið ágæti, sem veldur því að vjer erum betri en þessir. Vjer höfum ekki stolið, ekki brotið hjúskap- inn og vjer tölum ávallt máli rjettlætisins. Vjer lifum heldur ekki á því að pretta aöra, eins og þessi austræni tollheimtumaður. Ot sízt af öllu gortum vjer af sjálfum oss eða g'jörum oss betri en vjer erum, eins cg þessi Farisei. Hugsum vjer nú eiginlegai ekki þannig æði oft? 1 rauninni erum vjer dálítið betri en aðrir, og' að minnsta kosti eins góðir. Ef til vill er hið síðara sjerkenni nútímans. Vjer eins og' veigrum oss við að segja það bein- lín'S', að vjer sjeum betri en aðrir. Olfert Ricard kemst einhversstaðar svo hnittilega aö orði, aö Farisear vorra tíma huggi s,ig n eð því, að þeir sjeu ekki verri en aðrir menn. Fariseinn í oss er þetta, að þurfa alltaf að samlíkja oss. við aðra menn, — og þá velj-

x

Mánaðarblað K.F.U.M. í Reykjavík

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mánaðarblað K.F.U.M. í Reykjavík
https://timarit.is/publication/497

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.