Tákn tímanna - 15.10.1918, Síða 4

Tákn tímanna - 15.10.1918, Síða 4
4 TÍKN TÍMANNA að taka sig undan vinum, vandamönn- um, stöðu, já öllu og fylgja því, sem Jesús hélt fram. Já, meira en kjark- góður; maður þurtti að vera gagntek- inn af löngun til að gera rélt. Slíkur maður var Páll postuli. Sann- leikselska hans knúði liann til að of- sækja söfnuð Guðs; því hann hélt að hann gerði Guði velþóknanlegt verk; en sú sama elska gagntók hann að fullu þegar hann skrifaði: aÞað, sem áður var mér ávinningurw (vel launuð staða, vinir o. s. frv.) »met eg nú Ijón sakir Krists; já, eg met alt fyrir tjón, hjá því ágæti, að fá þekkingu á Jesú Kristi, Drolni mínum, fyrir hvers sakir eg hef mist alt, og met það ekki meir en sorp, svo eg ávinni Krist«. Fil. 3, 7. 8. Hann skammaðist sín ekki fyrir að játa fyrir konungum og keisurum, lands- höfðingjum og fangavörðum, kunningj- um og jafnvel óvinum bæði opinberlega og í heimahúsum, að hann tryði á þann, sem lítiilækkaði sjálfan sig og varð hlýð- inn alt fram i dauðann, já, fram í dauð- ann á krossinum. En sleppum þeim líma og lítum á þann, sem yfir slendur. Heimurinn er sá sami, ekki er hann betri. Að vísu er nafn Krists á vörum margra, en vilja einhver taka sig undan og fylgjast ekki með í gjálífi heimsins, er hann álitinn vera gamaldags eða þá ekki með öllu viti, og reyni sá sami að fylgja því orði, sem Jesús sagði að væri sannleikur, þá er það talið trúarofstæki. Sannarlega, sá tími er kominn, er menn þola ekki hina heilnæmu kenningu — Guðs orð. — En sumir, sem trúa þvi, þora ekki að gefa því gaum, — þeir fyrirverða sig. Peir hafa ekki kjark i sér til að segja nei, þegar heimurinn kemur fælandi og býð- ur þeim skemtun, saklausa(H) skemtun á skemtun ofan, heldur ekki kjark til að segja ákveðið já, þegar Frelsarinn kallar til þjónustu. Vinur! Bráðum kallar Jesús í síð- ast sinni. Menn geta nefnt það fásinnu að tala um slíkt. En rás viðburðanna bendir glögglega á að svo verði, og það mun koma fyrir eins víst og alt hitt hefur iæst, sem sagt hefur verið fyrir. Hverju viit þú svara þá? Sá, sem ekki hefur tekið kross sinn og fylgt Jesú eftir, verður hans ekki veiður. Pá munu menn komast að raun um, að fagnað- arerindið um Krist er kraftur Guðs til sáluhjálpar; en munum enn einu sinni, að eins sérhverjum scm trúir. Ó. Hún fekk ekki bænheyrslu, Kona nokkur kom einu sinni til mín og spurði: »Trúið þér á bænlieyrslu?« Undrandi yfir þessari spurningu svaraði eg: »Já, auðvitað, því annars mundi eg hvorki biðja opinberlega né i einrúmi«. »Nei, það var nú eiginlega ekki það, sem eg átli við«, svaraði hún. »Auðvit- að trúið þér á bænheyrslu í vanalegum skilningi; en álilið þér virkilega að mað- ur fái beint svar upp á sérstaka bæn?« »Já, það geri eg vissulega«, svaraði eg; »kenning ritningarinnar og eigin reynsla kristinna manna á öllum tímum rétt- læta þvílíka trú«. »Pað getur verið«, svaraði hún, »en eg er samt í efa um það. í fimm ár hef eg beðið um að maðurinn minn laki sinnaskiftum, en það lílur svo út, sem bænir mínar hafi engin áhrif haft; þvert á móti held eg, að hann með hverju ári verði liirðu- lausari um velferð sálar sinnar. Haldið þér nú að Guð heyri og svari bænum,

x

Tákn tímanna

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tákn tímanna
https://timarit.is/publication/498

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.