Tákn tímanna - 15.08.1919, Blaðsíða 8

Tákn tímanna - 15.08.1919, Blaðsíða 8
88 TÁKN TÍMANNA fólk við freistingunni ? Svona er það ekki, en eg ætla að segja yður frá hvernig fór fyrir mér að eg varð drykkjumaður. Faðir og móðir mín kendu mér að drekka, — það gerðu þau. Og seinna meir, þegar eg kom út í heiminn, þá gerðu vinir mínir hið sama. Og þegar sú stúlka, sem nú er konan mín, var trúlofuð mér, var hún mér aldrei svo elskurik og góð eins og þegar eg var hálf drukkinn. Og í brúð- kaupinu var nægilegur forði bæði af bjór og víni, og auðvitað var bæði prestur og forsöngvari, og hinir svo- kölluðu kristnu þar, því eg sat á stórri bújörð og átti þar að auki skipið. Þeir drukku allir sem einn maður — sumir drjúgan sopa, aðrir minna, en drekka gerðu þeir allir. Og eftir það, — voru svo að segja allir að elta mig til þess að fá sér í staupið. Eg sigldi til Þrándheims, Björgvinjar og Kristianíu, og hvert sem eg fór var nógur bjór og vín. Er það ekki rétt? Og voru það ekki hinir svo kölluðu kristnu, sem ráku þessar verzlanir? Nú ligg eg hérna sein deyjandi drykkju- maður, niðurbeygður og fátækur. Allir sem eg hefi verið saman með hafa eins og kepst við að gera mig það, sem eg er nú orðinn. Þeir kendu mér að drekka og gerðu mig drukkinn. Þeir uppörfuðu mig til að drekka og drukku með mér. Þeir seldu mér áfengi eins lengi og eg gat borgað. Hinir svokölluðu kristnu voru einnig með. Hver var það sem reyndi að koma mér til að hætta að drekka? Hver var það af öllum þeim, sem þektu breyskleika minn, er reyndi að koma freistingunum í burtu úr lífs- braut minni? Eg man ekki eftir nein- um. En að prédika, það gátu þeir, — prédika um það, sem þeir ekki vildu gera sjálfir. Hvaða óttaleg hræsni I en biblíunni sögðust þeir trúa, — Vitaskuld I en ,blóð bróður þíns' — hvernig stend- ur það? ,Blóð bróður þíns hrópar' er það ekki rétt? Þeir hafa myrt mig án saka. Mj'rt mig, já! Farið þér heim prestur ! Eg ætla ekki að hlusta á yður. Og munið nú eftir, að ,blóð bróður þíns hrópar'. Það verður yður til bölvunar. Hérna deyr að eins aumingja drykkju- maður í fátækt og neyð — maður, sem hinir svokölluðu kristnu sáu dag frá degi fara ofan spillingar brekkuna, en þeir gerðu ekki hina minstu lilraun til að bjarga honum, en ,blóð bróður þins hrópar1, verið þér vissir um það. En nú langar mig til að hafa ró«. Eg varð að fara, en aldrei hefi eg verið svo þungur í skapi, eins og eg var á þeirri heimleið. Hve órýmiieg og ýkjufull sem ákæra gamla mannsins kann að vera, hafði hún þó mikinn sannleika að geyma. Eg vildi að það hefði ekki verið þannigl Hve sekir erum vér ekki ? Hvaða ábyrgð berum vér ekki? Eg heimsótti þennan mann oftar en einu sinni meðan hann lá banaleguna, en hann tók aldrei sinna- skiftum eftir því sem menn geta séð. Hve oft komu mér til hugar þessi orð sem vér finnum hjá spámanninum Ese- kiel 33. 6. »Þá verður þeim hinum sama burtsvift fyrir sjálfs hans misgerð, en blóð hans vil eg krefja af hendi varðmannsins«. Já, þannig var ritað í dagbók hins gamla prests. S. E. Prentsmiðjan Gutenberg.

x

Tákn tímanna

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tákn tímanna
https://timarit.is/publication/498

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.