Tákn tímanna - 15.08.1919, Blaðsíða 7
TÁKN TÍMANNA
87
urn tíma gerði. Kofiun var lítill og lág-
ur og stóð hátt uppi í fjallshlíðinni. í
gluggunum voru fáar rúður eftir, og í
götin höfðu þeir látið tuskur í staðinn
fyrir gler. Það leit út eins og moldar-
þakið og allur kofmn mundi hrynja þá
og þegar. Eg vissi að eigandinn hafði
verið drykkjumaður mikill og að hann
hafði átt stóra bújörð í bygðinni og þar
að auki verið skipstjóri; en hin síðustu
árin hafði hann vegna drykkjuskapar-
ins sokkið ofan í fátækt. Konan hans
hafði séð til min og kom þess vegna út
til að taka á móti mér. Hún sagði mér
að koma mín myndi að eins vekja
gremju bjá manninum, þrátt fyrir við-
vörunina fór eg inn í kofann. í stofunni
bar alt vott um liina mestu fátækt. Eg
gekk að rúminu og heilsaði honum.
»Jæja, svo þarna höfum við prestinn«,
sagði hann, »og ætlar hann nú að búa
mig undir dauðann, eða gera eitthvað
því um líkt get eg ímyndað mér?«
»Já, það er einmitt þess vegna að eg
kom«.
öÞað er nokkuð langt að ganga upp
liingað, ekki salt? Pungur gangur«.
Hvers vegna eruð þér ekki í hempunni
og hvíta kraganum? í henni hefðuð þér
átt að vera«.
»Hvers vegua ert þú svo önugur við
mig?« spurði eg.
»Önugur! er eg önugur? Nei, það
mundi vera synd að vera önugur við
prestinn, sem prédikar svo fallegt. Já,
eg hefi heyrt til yðar. Eg man eftir að
þér einu sinni prédikuðuð um að hjálpa
aumingjunum, er það ekki þannig að
það stendur skrifað? og þér hafið sjálf-
sagt gert það? Vilaskuld! Og þá sér-
staklega gagnvart mér. Kain sagði: »Á
eg að gæta bróður míns?« — stendur
ekki þannig? En auðvitað má ekki
heimfæra þau orð upp á yður?«
»Hættu nú þessu og láttu okkur koma
til baka til þín«.
»Til mín? — Já eg veit að eg verð
að deyja, og eg veit að eg verð að
deyja sem drykkjumaður og verða glat-
aður að eilífu. Þér skiljið að eg veit
það er ákveðið, og nú ætla eg að spyrja
yður um eitt. Trúið þér bibliunni?«
»Já, eg trúi biblíunni«.
»En hvers vegna breyttuð þér ekki
eftir henni, bæði þér og hinir, sem segj-
ast trúa á biblíuna?«
»Breytum vér ekki eftir henni ?«
»Þér prédikið um kærleika og misk-
unsemi og alt þetta. Og svo prédikið
þér um drykkjuskap og eilífa glötun.
Hefðuð þér trúað á þetta, munduð þér
vafalaust hafa gert eitthvað til að hjálpa
öðrum eins aumingjum og mér — 'ekki
satt?«
»Enginn getur sagt annað en að eg
hafi prédikað Guðs orð hreint og skýrt«.
»Sunnudags formiðdaginn já, - i
stólnum. Eg man eftir að þér lögðuð
út af hinni sjöttu bæn, — um freislingu
og því um líkt. Ef að þér á annað borð
trúið því, sem þér sjálfir prédikið, hvers
vegna nemið þér ekki freistingarnar í
burtu? En bæði þér og hinir svoköll-
uðu kristnu vitið svo vel hvað það er
sem hefir freistað mín. En hvað hafið
þér gert til að frelsa mig frá þessari
freistingu?«
»En þú verður að muna eftir að
maðurinn hefir frjálsan vilja og að þú
þurftir alls ekki að verða drykkju-
maður«.
»Hvaða bull, prestur! Ef þessi frjálsi
vilji, sem þér nefnið, hefði verið nægi-
legur, hvers vegna þurfið þér að vara