Tákn tímanna - 01.04.1920, Blaðsíða 6

Tákn tímanna - 01.04.1920, Blaðsíða 6
54 TÁKN TÍMANNA liinu fátæka heimili. Á rúminu lá bæna- bók, buggun ekkjunnar í erfiðleikunum. Hann tók úr vasa sínum pappírsblað> og er liann hafði skrifað á það, lagði hann það frá sér á borðið, tók í bönd hinnar veiku konu, kvaddi hana ásaint syninum litla eftir að hafa talað til þeirra nokkur uppörfandi orð. Eftir stutla slund kom eldri sonur hennar heim aftur. Kæra móðir, hrópaði hann glaður. Miskunn Guðs hefur ekki vikið frá oss. Eg hefi fengið 15 dollars hjá hátl sellum manni og þess vegna hef ég sótt læknir; hann kemur strax. Vertu þess vegna hugrökk, kæra móðir. Móðirin þrýsti börnum sínum að sér og fórnaði höndum með bæn. Svo sagði hún: Þú hefur sent eftir læknir og liann hefur nú þegar verið hér! Það er ó- mögulegt, sagði sonurinn undrandi. Jú, harn, svaraði móðirin, og hann var einnig læknir minnar hrygðar og sálar- angislar. Hann talaði til mín huggunar- orðum og benti um leið á borðið. Son- urinn tók blaðið er aðkomumaðurinn hafði skrifað á og las, en varð fölur af geðshræringu. Móðir, sagði hann, þetta er enginn lyfjaseðill. Þelta er á- vísun með mikilli peningaupphæð, er getur fengist hvenær sem er. Með undr- un settist hún upp í rúminu. Undir- skriftin, sonur minn, undirskriflin, hver er hún? Georg Washington, forseli Bandaríkjanna. F*á féll hin máttvana kona aftur á koddann. Til allrar ham- ingju fyrir son hennar, er hélt að gleð- in hefði gert endir á lífi móður sinnar, kom læknirinn að í þessu og hepnaðist honum að vekja hana lil meðvitundar aítur. Hann las einnig með mikilli eftir- lekt hina útgefnu ávísun forsetans. Hinn göfugi Washinglon lét þelta ekki vera nóg. Hann kom aflur til ekkjunnar eftir fáa daga og var honum milcið gleði- efni að sjá ekkjuna þá á hatavegi með heilsuna, hversu þau voru þakklát hon- um og komst hann við þegar drengirnir mættu honum, tóku um hendur hans og umvöfðu þær með kossum og tárum. Hann hafði einnig hugsað um framtíð þeirra og kom nú til að segja þeim sitt áform með þau. Hjá duglegum kaupmanni, sem var vinur hans, liafði hann útvegað eldri syninum atvinnu á skrifslofu og liinn kostaði hann á menta- skóla. Þannig gat hin fátæka ekkja með hans umhyggju lifað framvegis án vöntunar og erfiðleika. Og þótt hans þýðingarmikla starf tæki nærri allan tíma hans og hugsun, lét Washington ekki hjá líða að vitja þeirra er hann svo göfuglega hafði tekið að sér, og hugsa um framtíð ekkjunnar lil þess tíma er eldri sonurinn var fullnuma í starfi sinu og gat að öllu leyti hugsað um móður sína og yngri bróður, um- hyggju þá sem Washington hafði sýnt ekkjunni og börnum hennar, bað liann um að segja ekki neinum. En þakkláts- semin rauf þögnina og í Filadelfíu sögðu allir sein einn: Guð blessi föðurlands- ins göfuga bjargvæll og líknara hinna ógæfusömu. Guð blessi Washington! Húsbónda mínum dvelst. Hinn ótrúi þjónn segir í hjarta sínu, »það mun dragasl að herra minn komi«. Hann segir ekki að Kristur komi ekki; hann hæðist ekki að hugmyndinni um endurkomu Krists, en með hugsun sinni orðum og breytni sýnir hann að komu Drottins seinki. Hann tekur burt frá

x

Tákn tímanna

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tákn tímanna
https://timarit.is/publication/498

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.