Tákn tímanna - 01.04.1920, Side 1

Tákn tímanna - 01.04.1920, Side 1
II. ár. Reykjavík apríl 1920. 7. tbl. Hér reynir á þolgæði hinna lieilögu — þeir er varðveita boð Guðs og^trúna á Jesúm. Heimilið á himnum. Guð hefir tilreitt d}rrðlegt heimili fyrir börn sín. Miklu d\'rðlegra en nokkur getur hugsað sér. Auga hefir ekki séð, ekki eyra heyrt og í einkis huga komið, það, sem Guð hefir þeim fyrirhugað, sem hann elska. 1. Kor. 2, 9. Þó lætur Guð okkur ekki vera alveg ókunnugt um þetta inndæla efni. Ilann segir: »Sjá, eg gjöri alt nytt«. Op. 21, 5. Edens fegurð gefur okkur hugmynd um fullkomið heimili. Öll jörðin skal vera eins og Eden var. Hún skal blómg- asl eins og rósir. Es. 35, 7. Hún verður frjósamur aldingarður og straumur lífs- vatnsins, skær sem kristall, rennur frá hásæti Guðs og lambsins. Op. 22, 1. t*eir endurleyslu skulu planta, byggja hús og njóta í friði handaverka sinna. Es. 65, 21. 22. Þeir skulu búa í híbýlum friðarins. Es. 32, 15.—18. Enginn skal segja: eg er sjúkur, því allir hafa fengið synda- fyrirgefningu. Es. 33, 24. Þeir eru hin blessaða kynslóð Droltins. Friður og hamingja mun ráða hvervetna i öllu ríki Drottins. Es. 65, 23. — 25. »í*á skal tunglskinið verða sem sólarljós, og sól- arljósið sjöfalt stærra, eins og sjö daga sólskin, þann dag er drottinn græðir meinsemdir sins fólks og læknar þess mörðu sár«. Es. 30, 26. »Borgin þarf ekki heldur sólar eða tungls, til að lýsa, því dýrð Guðs upp- ljómar hana og lambið er hennar ljós. Fjóðirnar munu ganga í hennar ljósi, og konungar jarðarinnar færa henni sína dýrð og vegsemd«. Op. 21, 23. 24.

x

Tákn tímanna

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tákn tímanna
https://timarit.is/publication/498

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.