Tákn tímanna - 01.06.1920, Side 2
TÁKN TÍMANNÁ
aðarboðskapurinn hefir verið tilkyntur
með mælsku og frjálsræði, hefir fjöld-
inn ekki tekið á móti honum. Boðskap-
urinn mun því aldrei geta myndað sér
stjórnmálalega afstöðu eða afhald í því
núverandi ástandi heimsins.
Enn fremur er það viðurkent atvik,
að í þeim tilfellum, er menn, sem héldu
sig vera verjendur og forvígismenn boð-
skaparins, hafa leitast við að vinna að
stjórnfræðislegri tilsjón við samstarf-
endur sína, og hafa gert stjórnmálin að
örvitahúsi og trúarbrögðin að hreinsun-
areldi og þeir hafa fiekkað hendur sínar
með blóði mannanna.
Að öðru leyti gleyma þeir því, að
guð hefir lagt áform sitt fyrir þessa
vora jörð og þegar þetta áform er end-
að, en heldur ekki fyr, mun sverð og
alt sem því við kemur, verða að hverfa
frá jörðunni, og eilífðarhásætið verður
endurreist hér og Guð mun sjálfur taka
við yfirráðum. Hann vill ekki ráða yfir
eða með þeim ríkjum, sem nú eru
starfandi. Öll ríkin munu þá að engu
gerð, sökum eyðileggingarinnar á dóms-
degi. Sálmaskáldið segir: »Eyðandi eld-
ur fer fyrir honum og í kringum hann
geysar stormurinn«. — Postulinn Pétur
skrifar um þennan dag, »um eyðilegg-
ingardag hinna óguðlegu«, og hann segir
enn fremur, »að frumefnin sundurleysist
í brennandi hita og jörðin og öll þau
verk, sem á henni eru, skulu hrennast«.
(2. Pét. 3, 10). Skáldið segir, »að drott-
inn skuli slá þjóðirnar með járnsprota
og mölva þá sem leirsmiðsker«.
þegar Guð hefir gert þetta, munu
syndarar og synd verða afmáð. Hið eina,
sem mun verða til að minna á, að synd
hafi nokkru sinni verið í heiminum, mun
verða: Ör eftir nagla og spjót í síðu
frelsarans, er hann kemur aftur að end-
urreisa ríki sitt, þá mun ekki verða
nein hætta fyrir nýju stríði, því að synd
og alt sem henni fylgir verður að víkja
fyrir hinu mikla veraldarríki. Stríð er
aðeins hræðsla sökum syndarinnar. í
réttlætisríkinu mun syndin aldrei sjást
meir, því þessi þúsund-ára-ríkis-tilraun,
harmsögu- og eyðileggingarástand og
dauði skal vera fullvissa móti nýju falli.
»Neyðin getur ekki komið tvisvar«.
Mennirnir hafa klagað yfir ráðstöfun
Guðs með syndina: Þeir hafa fundið
að lækningarlyfjum, er hann hefir notað
móti syndinni. t'eir hafa jafnvel neitað
tilveru hans, því að þeir gátu ekki eða
vildu ekki sjá réttlæti liins alvitra Guðs,
er hann leyfði syndinni að hlaupa sinn
bana til enda.
En í gegnum alt þetta hefir hinn
kærleiksríki Guð, hinn meðaumkunar-
fulli og viðkvæmi himneski faðir og
Guðs sjálfsfórnandi sonur í sínum mikla
vísdómi framkvæmt það áform, sem
verndar allan alheiminn, og í eitt skifti
fullvissar og verndar frá synd og henn-
ar fylgjendum. Slríðið hefir gert sig
sjálft óvinsælt, og dauðinn orðinn að
hræðslu. Hvernig mun það þá ekki
vera með þær syndlausu verur í Guðs
háa alheimi, sem hafa virt fyrir sér
sorgarleik syndarinnar frá þeim degi,
er Satan tældi hóp af englum himins-
ins og beitli starfsemi sinni hér á jörð-
unni?
Þeir hafa verið voltar að hinum
hræðilegu framkvæmdum í því illa,
þeir hafa séð það í starfsemi meðal
engla og manna, þeir hafa séð það
lyfta sinni hefndarhendi móti Guðs eigin
syni, og bæði þeir og kynslóðirnar munu
hafa séð ástand jarðarinnar í eymd,
tárum og blóði, þar til að síðustu, að
allur heimurinn safnast saman til stríðs,