Tákn tímanna - 01.08.1921, Síða 10
90
TÁKN TÍMANNA
Drottinn hlessar verk sitt og málefni
á íslandi. Þegar ég heimsókti ísland
árið 1912, voru milli 20—30 meðlimir
i söfnuði vorum, nú er talsvert á þriðja
hundrað, og margir eru mjög hrifnir af
málefninu. Bækur okkar og rit eru vel
þekt hér og flest heimilin hafa eilthvað
að lesa frá okkur.
Bróðir O.- J. Olsen, sem veitir starf-
inu forstöðu á íslandi, og bróðir Guð-
mundur Pálsson nota tímann til þess
að halda samkomur og koma blöðum
og ritum út. Bræðurnir Björn Jónsson
og Magnús Þorvaldsson og innan skamms
fleiri nola mest af tíma sínum við bók-
sölustarfið, og innan skainms hafa þeir
sem stjórna þessari deild starfsins, í
hyggju að senda út tvær eða þrjár syst-
ur með bækur. Safnaðarmeðlimir vorir
slarfa með dugnaði og trúmensku að því
að koma ritum vorum og blöðum út til
nágranna og vina.
Margir hér fylgja heilbrigðisstarfi okkar
með athygli. Syslir Steinunn Guðmunds-
dóttir hefir i mörg ár haft hér Iækn-
ingastofu og rekið hana með dugnaði.
Síðan heilsa hennar fór að láta undan,
hefir önnur hjúkrunarkona frá Skods-
borg, systir Katy Henriksen, stundað
lækningaslörfin. Sem slendur hefir hin
íslenzka deild fálagsins í hyggju að reisa
nýlt hús og koma þar á fót nýrri lækn-
ingastofu með tveimur deildum. Þessi
fyrirætlun mun gleðja marga.
Unglingadeild starfsins á íslandi er
fyrir nokkru tekin lil starfa. Við höfum
hlutfallslega stóran hóp af unglingum og
tíminn er kominn lil þess að uppfræða
sem flesta til þess að leiða slarfið lil
lykta hér og eins til að taka þátt með
í slarfinu meðal heiðingja. Hin íslensku
systkini vor fylgja þessari hreyíingu, eins
og öðru, sem leiðir í rélta ált, með lif-
andi áhuga.
Á verutíma mínum hér liefi eg séð
skýran vott í þá átt, að hér muni vera
margar einlægar manneskjur, sem með
aðstoð hins hæsta muni losa sig úr
þeim viðjum, sem binda þær í þessum
lieimi og fylgja meistara sínum í öllu,
svo þær að lokum fylgi þeim hóp, sem
vill halda sér að »boðorðum Guðs og
Jesú trú«. Systkini vor leila Guðs, og
þau elska hans málefni. Þau gefa líka
gjarnan af sínum takmörkuðu eigum til
Guðs málefnis og talca lifandi þátt með
í útbreiðslu boðskaparins. Með gleði lít
ég fram í límann til þess dags, er við
eigum að mætast í Guðs ríki. Mælti
Guð blessa málefni silt og börn sín á
íslandi.
Fjarlægar heimsálfur biða.
Eg er mjög glaður, bræður mínir og
systur, yfir því að hafa tækifæri til að
vera tneð ykkur hér heima í dag, og
ég vona, að tíminn sem við eigum að
vera saman, megi vera til sameiginlegr-
ar uppbjrggingar og blessunar fyrir okk-
ur öll. Mig langar lil að segja ykkur dá-
lílið um hina dásainlegu sljórn forsjónar-
innar viðvíkjandi trúboðsstarfinu úli á
meðal liinna viltu þjóðflokka á eyjun-
um í Kyrrahafinu. Leyfið mér fyrst að
vitna í 42. kap. hjá Esaíasi. Þið munið
að þessi kapituli talar sérstaklega um
einkennin á verki Krists. Þið inunið
líka að sú sama hugsun, sem kemur
fram í þessum kapitula keinur líka fram
í 61. kap. og sem Jesús 700 árum seinna
notaði við liina minnisstæðu ræðu, sem