Tákn tímanna - 01.12.1921, Page 5
TÁKN TÍMANNA
29
verða« Mark. 16, 16. Til þess rétlilega
að minnast þess, sem Kristur gerði fyrir
oss þarf trúin að vera til staðar áður en
athöfnin fer fram, og því kemur spurn-
ingin undir eins, »hvað er trú?« og post-
ulinn svarar. »Trúin er fullvissa um það,
sem menn vona, sannfæring um þá hluti,
sem eigi er auðið að sjá«. Heb. 11, 1.
Og enn fremur, Svo kemur þá trúin af
boðuninni, en boðunin byggist á orði
Krists«. Róm. 10, 17.
Samkvæmt þessu getur skírnin eins
og hún nú er almenn ekki fundið stuðn-
ing í Guðs orði, því athöfnin sjálf er til
einskis nýt, vegna þess að hún samlag-
ast ekki trúnni í manneskjunni, því ekki
er hægt að tala um trú þar senr engin
prédikun eða boðun orðsins hefir kom-
ist að á undan.
Hvaðan kemur þá skírnin til vor í
þeirri mynd, sem hún nú hefir? munu
sumir segja. Jú, í fornöld, löngu áður
en Kristur fæddist hér á jörðu, var það
siður að vígja ungbörn með vatni og
gefa þeim nafn um leið. í*essi athöfn,
er hafði uppruna sinn í Babylon með
leyndardómsfélaginu, sem þegar er lýst,
breiddist fijótl út utn alt, og nokkru
seinna finnum við hana bjá flestum þjóð-
um. 1 gömlutn sögum Norðurlandabúa
getum við oft Iesið um að »barnið var
vatni ausið og nafn gefið«. Og þelta
gerðist áður enn Iíristur setti skírnar-
athöfnina lil minnis um endurlausnar-
verkið.
Pegar fráhvarfið byrjaði í kirkjunni
eflir að postularnir voru dánir, og heið-
ingjarnir slreymdu inn í söfnuðinn án
þess að taka sinnaskifti, náði vatns-
vígsluatliöfnin brált yfirhöndinni og á
furðu stuttum tíma hafði hún útrýmt
að miklu leyti skírnarathöfninni, senr
Jesús gaf oss, en sem hann var svo
nákvæmur með, því hann segir: y>Pannig
ber okkur að fullnœgja öllu réttlœth, um
leið og hann lætur Jóhannes skýra sig.
Matt. 3, 15.
Það er alveg furðulegt hvað þessi at-
höfn hefir náð miklum lökum á vorum
dögum þrátt fyrir það, að Guðs orð er
skráselt í flestum tungum heimsins. Að-
eins ein ástæða getur verið fyrir, og
hún sú sama og var á dögum Jesú,
fólkið villist af því það þekkir ekki
ritningarnar, og meira að segja, fólki
er talið trú um, að ekki sé hægt að
reiða sig á ritninguna af sjálfum leið-
togunum.
Maður heyrir líka fullyrt að alhöfnin
sé falleg og kristileg. Kristileg er hún
ekki, því Kristur hefir aldrei sett hana,
en búningurinn virðist í fljótu hasti að
vera nógu skrautlegur, en vinir, »sælir eru
þeir, sem heyra Guðs orð og varðveita
það,« en það mælir ekki með vatnsvígslu
barna, þótt hún hafi tekið bæði nafn
og stöðu skírnarinnar í söfnuðinum.
(Frli ).
Hvers vegna
verðnm vér að leggja niður vopninl
Vér verðum að leggja niður vopnin
af því að gjaldþrot eru nú fyrir hönd-
um. Árið 1920 eyddu stórþjóðirnar lö1^
biljón dollara til hernaðarstofnana, og
er það að eins lítið meira en eytt var
til hernaðar alls síðustu 14 árin fyrir
styrjöldina. 3/i af þessum afskaplegu út-
gjöldum koma niður á Bandaríkjunum,
því að vér vörðum til vopna árið 1920
13,187,368,442 dollurum, eða nærfelt
fjórum sinnum meira á einu ári en áð-