Tákn tímanna - 01.12.1921, Qupperneq 7

Tákn tímanna - 01.12.1921, Qupperneq 7
ÍÁKN TÍMANNÁ Si dregið mikið úr lier sínum, því að upp- reistarandinn er svo ríkur í Dónárlönd- unum. Belgar hafa úrskurðað að halda uppi 250,000 hermanna í staðinn fyrir 100,000 fyrir ófriðinn. Pólland og Þýzka- land annars vegar og Bolsivík-Rússland hinsvegar geta ekki dregið úr liðsafn- aði sínum. Ályktunarorð lierra Simonds eru því þessi: í raun og veru má segja, ef tekið er tUlit til allrar Norðurálíunnar, að þóll ákveðnar tilraunir hafi verið gerðar til þess að halda uppi hálfum herstyrk, siðan vopnahléið var gert, þá sjást hvergi nokkur vœnleg merki þess, að a/vopnun sé /grir hendi né hún sé hugsanleg .... Versala-samningurinn og rússneska byltingin hjálpuðust að í því að skapa skilmála sem eigi verður hægl að losna við um tíma, sem liægt sé að ákveða. Til þess að fullnægja þessum skilmál- um, þá er sérhver þjóð í Norðurálfu neydd til að halda uppi slöðuher að minsta kosti næsta mannsaldur. Pað er árangurslaust með öllu að vera að rœða um raunverulega a/vopnun ná á iímum. Denby, framkvæmdarstjóri sjóliðsins, segir: »Sjóher, sem jafnist á við hvern annan sjóher, sýnist einmitt þurfa að komast á fót«. Aðsloðarframkvæmdar- stjóri sjóliðsins, Theodore Roosewelt, sagði í ávarpi því, er hann flutti, er nýjasta bryndreka Ameríkumanna, Colo- rado var hleypl af stokkunum 22. marz: »Framundan eru viðsjálir tímar og vér verðum allir að manna oss upp og taka á oss sérstakan parl af ábyrgðinni og gera eitthvað ákveðið. Þeir menn eru til, sem af einni eða annari áslæðu, inæla móti sjóhernum, og segja, að landið ætti að leggja niður vopnin. Sumir eru algerlega einlægir friðarvinir, aðrir eru fullkomlega einlægir heimsk- ingar og hvorutveggja eru eitt og hið sama«. Persing hershöfðingi sagði nýlega fyrir öldunganefnd sjóhersins: »Enginn af oss óskar ófriðar, en vér viljum heldur ekki láta grípa oss óviðbúna, ef ófriður kem- ur«. — Af þessu má ráða, að Simonds hefir lagt réttan úrskurð á ástandið, þegar hann segir: »Er mögulegt að afnema her og víg- búnað, eins og ástandið í heiminum er nú? Vér svörum hiklausl neitandi«. Að mörgum dögum liðnum. ----- (Frh.) »Mamma, mamma! Vaknaðu!« hróp- aði Ada og laul niður að móður sinni sem lá endilöng á gólfinu. »Ó, vaknaðu mamma! Hvað er um að vera?« Frúin vaknaði smárn saman til með- vitundar og skreið upp í legubekkinn og lagðist þar fyrir. Svona lá hún um stund og var of rugluð til þess að hún gæti gert sér skýra grein fyrir því, sem að hendi hafði borið; en þá kom hún auga á símskeytið og þá lá hinn ægi- legi sannleikur opinn fj'rir augum henn- ar og greip hana með svo miklu valdi, að hún fór að gráta svo að hún flóði öll í tárum. »Mamma, ó, hvað er um að vera?« hrópaði Ada aftur upp yfir sig og gerði það, sem í hennar vakli stóð til að hugga hana. »Er pabbi að koma heim?« En við þessi orð Ödu litlu, svo hlý- lega sem þau voru töluð, var sem galli væri bælt i bikarinn, sem var fullbeisk- ur áður.

x

Tákn tímanna

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tákn tímanna
https://timarit.is/publication/498

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.