Syrpa - 01.03.1920, Page 14
76
S Y R P A
upp. Hún kendi mér að tala ensku. Og svo var eg líka vinnu-
kona um tíma i gistilhúsi, þar sem enska var töluð.
“Hvað ihét gistihúsið?” sagði O'Brian.
‘'Það hét Visundurinn (The Buffálo), og stóð á áfbakkanum
á Douglas-tanganulm. Og gestgjafinn hét McLean.”
"Varstu ekki vinnukona í einhverju öðru gistihúsi?
“Nei,” sagði Madeleine; “eg var hvergi annarsstaðar vinnu-
kona. Eg var þar í tæp þrjú ár, og fór iþaðan um vorið 1870.
“Hvað mörg gistihús voru þá nálægt Fort Garry?”
“Lálfctu mig nú sjá,” sagði hún; “þau voru eitt — tvö —
þrjú — og það fjórða hérna í St. Boniface. Já, þau voru fjögur
alls.”
“Hét nokkurt þeirra: Hinn hvíti hestur? ”
“Nei; en eitthét: Hinn brúni hestur.” sagði hún. “Það stóð
á Assiniboine-ár bákkanum. Það brann til kaldra kola rétt fyrir
jólin 1869. Það var álitið að það hefði verið kveikt í því með
vilja, og að þar hefði brunnið inni maður. sem enginn vissi hvað
hét, osj enginn vissi. hvaðan kom. Sumir sögðu að hann hefði
verið hvftur, en aðrir. að hann hefði verið kynblendingur. En
hvort sem hann var hv'tur eða dökkur. þá bar öllum saman um
það. að hann hefði háft mikið af crullnemngum meðferðis. Bein
mannsins fundust í öskunni, en ekki gullið. — En um hvaða mann
vildir þú shoyrja mig?”
“Hann var Islendingur,” sagði O’Brian. "Hefirðu aldrei
þekt neinn fslending?”
“Islending?” sagði Madeleine. “Jú, eg hefi heyrt Islend-
inga getið.”
“Og þessi IslendinErur, sem eg á við, var hér í Rauðárdalnum
haustið 1 869, og ef til vill lengur." sagði O’Brian.
“Hvað hét hann?”
O’Brian leit til mín.
“Hann hét Hálfdán Arnórsson Berg,” sagði eg.
“Já. það veit trúa mín, að hann hét Berg,” sagði O’Brian;
hann var sjógarpur mikill og sóma-karl hinn mesti í hvívetna.”
“Var hann siómaður?” sagði Madeleine.
“Tá.” sagði eg; "og hann mun hafa kallað sig: Berg Skip-
hrotsmann- eftír að hann koim í Rauðárdalinn."
“Ö. nú veit eg við hvern þið eigið!” sagði Madeleine, og það
lék angurværðar-bros um varir hennar sem allra snöggvast “Já,
eg man vel eftir herra Berg skipbrotsmanni. Hann var mjög góð-