Verði ljós - 01.05.1896, Blaðsíða 6

Verði ljós - 01.05.1896, Blaðsíða 6
70 eins og j)á, sem vjer höfum í guðspjöllunum, þá er j>að undur slíkt, að menningarsaga heimsins þekkir þess engin dæmi, og mætti þá með rjettu setja þá Matteus, Markús, Lúkas og Jóhannes fremsta í fylking allra heimsins mestu snillinga, þar eð þeir þá hafa fram- leitt það, sem enginn hinna’ frægustu meistara gat framleitt. Um síðari mótbáruna er hið sama að segja og um hina fyrri: hún verður harla þýðingarlítil, þegar vel er að gáð. Sjálf lýsing- in á persónu frelsarans til orða og athafna er svo fullkomin, að óhugsanlegt er, að nokkra þá.drætti vanti í mynd hans, er draga mundu úr fegurð hennar, ef þeir væru þar. Og meira að segja er því svo varið, að aðaldrættir myndarinnar útiloka með öllu mögulegloik þess, að þar vanti nokkra óprýðandi drætti. Hjer er sem sje ekki um neina ófullkomna mynd að ræða, heldur miklu fremur um hina fullkomnustu mynd, sem gjörð heíir verið af nokkr- um manni, þar sem hver einasti dráttur er á sínum stað, hinir minstu sem hinir stærstu; samræmið í lýsingunni milli orða og at- hafna svo ineistaralogt, að það hlýtur að vekja undrun og aðdáun hvers einasta manns, sem ekki virðir hana fyrir sjcr með lokuðum augum. Með þessu er þó engan ve'ginn sagt það, að Jcsús haíi ekki talað neitt annað eða framkvæmt neitt annað cn það, sem sagt er frá í guðspjöllunum, því að slík staðhæfing næði auðvitað engri átt. En það segi jeg: hann hefir ekkert orð talað og enga athöfn unnið, er ckki sje í fylstu samhljóðan og samræmi við þau orð hans og athafnir, sem getið er um í guðspjölíunum. Hvorug þessi mótbára getur því felt kenningu kirkjunnar nm syndleysi Jesú Krists, þessa konningu, sem hver sá, cr með rjottu hugarfari virðir fyrir sjer guðspjallasöguna, sjer staðfesta svo að segja við sjerhvert fótmál, sem frclsarinn stígur. En hjer við bæt- ist svo það, sem ekki hefir hvað minsta þýðingu í þessu sambandi, að Jesús sjálfur segir það hiklaust, að hann sje syndlaus. Iíann segir ekki aðeins þetta: „Minn matur er að gjöra vilja þess, sem mig sendi og framkvæma hans verk“ (Jóh. 4, 34), holdur horfir hann óhræddur og án þess að blikna framan í mótstöðúmenn sína og talar þau orð, sem aldrei, hrorki fyr nje síðar, hafa heyrzt af vör- um nokkurs manns með óbrjálaðri skynsemi, orðin: „Hver af yður getur sannað upp á mig nokkra synd?“ (Jóh. 8. 46). Iíann hvotur alla aðra undantekningarlaust til iðrunar og apturhvarfs, hvetur þá til þess ár og síð að ákalla náð guðs og miskunsemi og dagsdaglega að biðja himnaföðurinn um fyrirgcfn- ingu syndanna, en sjálfan iiann heyrum vjer aldrei gjöra neitt

x

Verði ljós

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Verði ljós
https://timarit.is/publication/501

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.