Verði ljós - 01.05.1896, Síða 14
78
umhyggju fyrir líkamlegri og andlegri næringu, reglu og þrifnaði
í híbýlum hinna fátæku sjúklinga; en Amalía var oddvitinn og
stýrði öllu þessu. Aðrar konur buðust til að gcfa fátæklingunum
mat tiltckna daga; margir scndu als konar klæðafatnað, aðrir mat-
væli, enn aðrir peninga, til þess sem bezt að styrkja hið loíiega
fyrirtæki hennar. En með þessum góðu undirtektum jókst svo
starfsmagn fjelagsins, að það innan skams sá sjer það fært, að koma
upp „barnaspítala“ með 30 rúmum og að iáta byggja nokkur í-
búðarhús handa fátækum fjölskyldum. En — í dæminu fclst drag-
andi kraptur! Áður en varði sá Amalía fleiri hundruð smærri fje-
lög kringum sitt fjelag, er beiddust að mega skoða sig sem dætur
hennar fjelags, sem aukafjelög eða sem groinar út úr fjclagi
hennar. Og hvar sem slík fjelög voru stofnuð um alt Þýzkaland
var leitað ráða hjá Amalíu Sieveking. Annríki hennar var ákaf-
lega mikið um þessar mundir og gegnir það mestu furðu, að einn
kvenmaður skyldi geta int alt það af hendi, sem hún gjörði. Hún
varð líka að leggja mikið á sig, til þess að geta rækt hinar mörgu
og margvíslegu skyldur, sem hún hafði tekizt á hendur. Yanalega
byrjaði hún daginn kl. 4J/2 á morgnana og var sístarfandi alt
til kvölds. Störfum sínum raðaði hún dag livern niður mjög vand-
lega og ákvað hvcrju starfi vissan tíma, en með þessu móti fjekk
hún ávalt lokið því, sem hún hafði sett sjer fyrir hvern dag, svo
að aldrei safnaðist fyrir; en hvíldarstundir aðrar en nóttina gat
hún sjaldan unt sjer.
Þegar árið 1836 veittist Amalíu sú gleði, að sjá það ná fram-
kvæmd, sem hún upphafiega hafði haft í huga, sem sje stofriun
reglulegs hjúkrunarkvenna-fjelags. Þetta varð þegar djáhnhvenna-
stofnunin í Kaiserwertli var stofnuð. Sá, er lcom þessari stofnun
á fót, var prestur einn að nafni Fliednet: (f. 1800, f 1864); hann
er sá, sem á vorum timum liefir vakið til lífs aptur hið gamla
djáknkvenna (diakonissu)-embætti, og stofnun hans, sem var hin
fyrsta í sinni tegund, er orðin fyrirmynd fjölda líkra stofnana víðs-
vegar um Norðurálfuna.
Þegar fjelag Amalíu hafði staðið í 25 ár og hjelt hátíð i minn-
ingu þéss (í maí 1857), voru kraptar hennar teknir að þverra, en
þó vitnaði hún enn mcð hinum einföldu en áhrifamiklu orðum, sem
henni voru töm, um þá trú og von, som kærleiksstarf hennar var
bygt á. Hinum kyrlátu störfum sínum lijelt lnin áfram þangað
til veturinn 1858, en þá var liún líka orðiu svo uppgefin og mátt-
vana, að hún gat varla dregizt áfram, þegar hún var að vitja