Verði ljós - 01.05.1897, Page 2

Verði ljós - 01.05.1897, Page 2
66 íullkomnun er f'ólgin, að sama skapi þroskast hjá honum ein sjer- stök sársauka-tilfinning. Pað er iðrunin. Beitum vjer ekki sjálfa oss ofbeldi, reynum vjer ekki að aptra því, að vor siðferðilega hug- sjón skýrist og vaxi, holdur lcyfum henni tálmanalaust að þroskast samkvæmt sínu inra eðli, þá fer svo ávalt að lokum, að hún vex oss upp yfir höfuð. Vjer finnuin til þess, vjer sjáum það, að vjer sjálfir vöxum ekki nje þroskumst í siðferðilegri fullkomnun að sama skapi sem hugmynd vor um hið siðferðilega í þess full- komnustu mynd vex og þroskast í oss. Því glæstari og fullkomn- ari sem hugsjón hins siðferðilega verður í sálum vorum, því aug- Ijósara verður það oss, hve óendanlega fjarri vjer erum hinu sið- ferðilega takmarki. Hvervetna hrösum vjer, hvcrvetna drögumst vjer aptur úr. Þessi tilfinning vcldur oss djúps sársauka: sárrar gremju og blygðunar yfir því, hve auðvirðilegir, vondir og víta- verðir vjer sjeum; vjer fyrirverðum oss fyrir sjálfum oss, fyrir vor- um inra manni; þessi auðmýkjandi játning: jeg hefi brotið, jcg hefi syndgað, jeg hefi brugðist, brýzt fram úr sálu minni, og þessi sær- andi og auðmýkjandi tilfinning gagntekur mig: jeg get ekki við það ráðið, jeg get ekki ráðið við þessar illu og auðvirðilegu ástríð- ur, þær eru mjer yfirsterkari; mjer er það um megn að vera það, sem jeg á að vera. Þessi sársauki knúði forðum fram af vörum hins eðallynda heiðingjapostula þetta andvarp: „Hið góða, sem jcg vil, það gjöri jeg ekki, en hið vonda, sem jeg ekki vil, það gjöri jeg. Jeg vesall maður, hver mun frelsa mig frá þessuin dauðans líkama?“ (Róm. 7, 19. 24). Þegar þessi sársauki ber oss ofurliði, verður aðeins um tvent að velja: annaðhvort að slá frá sjer hinni siðferðilegu hugsjón, draga úr kröfum hennar, gjöra sig á- nægðan með auðvirðilegan miðlungskap, — með öðrum orðum: hepta hinn siðferðilega vöxt, beita ofbeldi gcgn hinu bczta í oss, vorri siðferðilegu fullkomnunarhugmynd, þ. e. doyja, deyja í andlog- uiii skilningi, — eða þá leitast við að höndla guð, hinn lifandi guð, föðurhjarta hans. Sje hjartað sundurkramið af iðrun, blygðun og hrygð yfir sjálfu sjer, þá þyrstir það eptir fyrirgefningu,—-fyr- irgefningu fyrir hin mörgu brot og yfirsjónir, hinn mikla veikleika og vesaldóm. Þá er sú sælan æðst og mest, að geta hallað höfði sínu að elskandi föðurhjarta og geta heyrt hið himneska líknar- mál endurhljóina í djúpi sálar sinnar: A11 er þjer fyrirgefið! En fyrirgofningin verður að vera þess eðlis, að vjer getum fyrirgefið sjálfum oss; hún verður að vera þannig, að hún verði oss til við- reisnar, að vjer fyrir hana verðum nýir og betri rnbnn; fyrirgefn-

x

Verði ljós

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Verði ljós
https://timarit.is/publication/501

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.