Verði ljós - 01.05.1897, Side 3

Verði ljós - 01.05.1897, Side 3
67 ingin verður því að byggjast á friðþægingu fyrir afbrot vor. En hvaðan getum vjer vænzt slíkrar fyrirgefningar ? Hún verður að koma að ofan, — hvaðan úr heiminum ætti hún annars að koma? Og hún verður að koma frá hinu guðdómlega föðurhjarta. Hið vesæla, veika og brotlega mannsbarn verður að mega hallast upp að hjarta hans, sem sjálfur er hin eilífa uppspretta hinnar siðferði- lcgu hugsjónar; maðurinn verður að finna þetta hjarta bærast á móti sjer í föðurkærleika, sem sjálfur friðþægir fyrir brot barnsins og lætur frið fyrirgefningarinnar gagntaka sálu þess og sinni með afli, sem yngir það upp til nýs lífs. Eitt er það augnablik, er öll mannleg þjáning og öll mannleg iðrun nær sínu hæsta stigi og rennur saman í eina óumræðilega sársaukatilfinning: það er dauðastundin. Engin þjáning fær jafn- azt við þjáningu dauðans, hinn óendanlega sársauka, er fæðist af tilhugsun þess, að verða að segja skiiið við alt, — alt, sem vjer til þeirrar stundar höfum starfað að, alt, sem vjer höfum lifað fyr- ir, alt, sem vjer höfum elskað, þráð og umfaðmað, og eiga aleinn, alslaus og öllu sviptur, að síga niður í hið óþekta, dularfulla myrk- ur. Engin iðrun fær jafnazt við iðrun dauðans, — það er lokið við lífsreikninginn, hin mikla skuld er talin saman — alt það, sem vjer höfum vanrækt — nú verður ekki framar úr því bætt, — all- ar hinar syndsamlegu athafnir, öll hin vondu orð, allar hinar Ijótu hugsanir, allar hinar auðvirðilegu tilhneigingar, —úr engu þessu verð- ur nú framar bætt. Til hvaða úrræða á sála mannsins hjer að grípa. í síðasta skipti á hún hjer úr tvennu vöndu að ráða, — því einnig hjer er aðeins um tvent að velja: annaðhvort að sökkva sjer niður í hið sljóva tilfinningaleysi fyrir öllu, bæla niður iðrunartilfinninguna og ljúka þannig lífi sínu með því að kæfa hinn síðasta neista þess aðals og fullkomnunarþorsta, er hoyrir eðli mannsins til, — e ð a þá að varpa sjer í hinn sterka föðurfaðm, láta þrýsta sjer að því föðurhjarta, er bærist á móti hinni sundur- krömdu sálu í kærleika, er sjálfur hefir friðþægt fyrir alt, fyrir- gefið alt, endurroist alt, og því getur einn veitt hjarta mannsins hina miklu og sælu örygð, hina föstu og lifandi von, sem það þarfnast umfram alt. Það er auðsætt, að það, sem hjer útheimtist, er persónulegt hjartnasamfjelag við persónulegan guð. Svo framarlega sem sorg og sársauki, synd og misbrot, iðrun og augur, blygðun og dauði - svo framarlega sem alt þetta er meira en tómar hugmyndir, eða með öðruui orðum: handsamanlogur verulciki, sem öllum mannleg-

x

Verði ljós

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Verði ljós
https://timarit.is/publication/501

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.