Verði ljós - 01.07.1898, Blaðsíða 9

Verði ljós - 01.07.1898, Blaðsíða 9
105 ur barnsins er í hendi hans, sem vel iná treysta og mátkari er en mannanna börn, ég finn það, að liann leggur ósýnilega liönd sína á höfuð barnsins og blessar það með mér. Sért þú, sem orð min heyrir, enn ekki farinn að gefa gaum að skipunum hans, þ& far þú til þess nú, er þú hefir lieyrt þessi orð mín. Opnaðu aftur bókina þína, sem longst af hefir legið ósnert, bókina hans, nýja testamentið, þetta teikn, sem sætir mótmælnm í heiminum eins og liann sjálfur, sem er kraftur hennar og kjarni, og láttu liaua fræða þig um það, sem hann hefir boðið. Og þegar þú hefir lesið eða lært eitt- hvað af því, þá byrjaðu þegar að breyta því samkvæmt, frestaðu því ekki einu sinni til morguns. Og nú, er þú hefir heyrt þennan vitnisburð um frelsandi kraft guðs orða og drottins Jesú Krists, segi ég að síðustu enn einu sinni við þig, ungi vinur, sem orð mín hefir heyrt í dag: Gef þú gaum að orðum Jesú, liinum guðdómlegu máttarorðum: „Mér er gefið alt vald á himni og jörðu, farið því út um allan heim og gjörið allar þjóðirnarað lærisveinum mlnum með því að skýra þær til nafns föðursins, sonarins og hius heilags anda og kennið þeim að halda alt það, sem ég hefi hoðið yður. Og sjá ég er með yður alla daga til enda veraldarinnar.11 Amen. Það sem hór fer á eftir er kafli úr ræðu, er biskupinn af St. Andrews (sem er fremsti maður í þeirri deild skozku kirkjunnar, er hefir sama fyrirkomulag og biskupakirkjan enska) hélt í Péturskirkjunni í Lundúnum sunnudaginn 22. maí, 3 dögum eftir að Gladstone dó. Biskupinn lagði út af Esajas 51,1. — „—-------Þegar ég lft í kriugum mig i þessari kirkju — „þvi hellubjargi, sem ég er afhöggviun11 — þá minnist ég þess, hve margir þeir eru, sem nú eru lcomnir inn fyrir fortjaldið og geta nú beðið fyrir oss með þeirri djörfung, sem þá hlaut að vanta meðan hinn dauðlegi líkami þyugdi þá niður. Ég á við liiun sivaxandi fjölda réttlátra manna sem vegna þess að þeir eru nær frelsaranum geta beðið heitar og inui- legar, ekki samkvæmt jarðneskum hugmyndum um það, hvað só nauð- synlegt, heldur samkvæmt lunderni heilags anda, sem býr í þeim. Á þessum degi minnist ég manns, sem síðastliðinn fimtudag, liiun bjarta Uppstigningardagsmorgun, gekk burt frá striti og sársauka þjáningalifs sins, inn til hvíldarinnar, sem hann þráði. Eg minnist hans, sejn var — ég þarf varla að taka það fram, að ég er ekki að tala til yðar núna um stjórnmál — ég minnist, segi ég, manns, sem var í mörgum atrið- Um fyrirmynd göiugs skozks kirkjumanns. Haun var þrekmikill, maður

x

Verði ljós

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Verði ljós
https://timarit.is/publication/501

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.