Verði ljós - 01.09.1899, Qupperneq 4

Verði ljós - 01.09.1899, Qupperneq 4
132 þeir eiga fyrir skírnina að taka börnin, og meðal heiðingja einnig full- orðna, í félag kristilegrar kirkju, og við náðarborð frelsarans eiga þeir að boða liinum iðrandi syndurum frelsi og fyrirgefuingu syndanna og gera hans trúuðu lærisveina hluttakandi í lians dýrustu ástgjöfum. Þeir eiga að biðja með söfnuðunum og bera þá í bæninni fram fyrir föðurinn á himnum í Jesú nafni. En það er ekki að eins í þjónustu orðsins og sakramentanna, sem þeir eiga að „mála Jesúm Krist fyrir augum safnaðarins", eins og postulinu Páll kemst að orði (Gal. 3. 1.), heldur eiga þeir að gera það í öllu dagfari • sínu. Þeir eiga að vera „fyrirmynd hjarðarinnar11 í öllu góðu, eins og atinar postuli kemst að orði (1. Pét. 5, 3); þeir eiga að vera söfnuðunum til fyrirmyndar í trú og auðmýkt, í óþreytandi starfsemi fyrir guðs ríki, í kærleika og sjálfsafneitun og öllum kristilegum dygðurn. Þetta heimtar konungurinn Kristur af þeint, sem eru þjónar hans og erindrekar í sérstökum skiluiugi. Það er mikil krafa. Og vissu- lega megum vér allir játa það með kinnroða, að mikið brestur á, að vér fullnægjum þessari kröfu, og kirkjulíf vort ber þess mörg sorgleg merki. En vér verðum að keppa stöðuglega að því, og það á að vera iunileg bæn vor til guðs á hverjum degi, að oss megi hlotnast náð til þess að fullkomnast æ rneir og meir í þjónustu hans, verða æ færari til þess að flytja hinn mikla og dýrðlega boðskap, sem oss er trúað fyrir, svo að starf vort megi verða kirkju vorri til uppbyggingar og hans heilaga nafni til dýrðar. En þessi skipun konungsins: „Earið og gerið allar þjóðir að minum lærisveinum11 nær einnig til hinna kristnu safnaða. Það erum ekki vér prestarnir einir, sem eigum að starfa að útbreiðslu og eflingu guðs rikis meðal mannanna, heldur er það verk, sem er ætlað öllum yður, skylda, sem hvílir á öllum yður, sem trúið á Jesúm Krist og viljið vera hans lærisveinar. Sá eini mikli söfnuður Krists, sem nær yfir allar bygðir maunanna, þar sem boðun fagnaðarerindisins hefir verið viðtaka veitt, skiftist i marga minni söfnuði. Innan síns eigin safnaðarfélags er hver kristinn maður sérstaklega kallaður til að starfa að útbreiðslu og eflingu guðs ríkis. Sú skoðun er því miður enn alt of rik hjá mörgum, að það mark, sem menn eigi að keppa að í kristindómi sinum, sé það, að kappkosta að vera kristnir sjálfir sem einstaklingar, en hirða ekkert uin kristin- dóin annara. Þeir vilja vera kristnir einstaklingar, en hafa enga til- finningu fyrir þvi eða jaíbvel liugmynd um það, að þeir eru meðlimir safnaðar, og eiga að bera kristilegt líf hans fyrir brjósti eins og sitt eigið. Af þessu kemur sá kaldi blær, sem audar á móti manni sum- staðar í kirkjum vorum; söfnuðurinn hefir ekki tilfinuingu fyrir því, að

x

Verði ljós

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Verði ljós
https://timarit.is/publication/501

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.