Verði ljós - 01.09.1899, Síða 5

Verði ljós - 01.09.1899, Síða 5
133 hann er söfnuður, sameigandi dýrðlegra andlegra gæða. Þegar bænir eru framfiuttar, virðast fáir taka þátt i þeim af hjarta, og það má sjá menn vera að líta í kringum sig og ganga um eða tala saman eins og bænin væri þeim ineð öllu óviðkomandi. Þegar sálmar eru suugnir, þá taka fæstir þátt í sáhnasöngnum, og íjöldamargir hafa ekki einu sinni sálmabækur með sér i kirkjuna; og þó á sálmasöngurinn að vera safn- aðarsöngur, lofgcrð og syndajátuing og bæu alls safnaðarins til drott- ins. Hjá mörgum söfnuðum er það einnig eftirtektavert, hvernig menn reyna að komast hjá öllum þeim skyldum og gjöldum, sem loiða af safnaðarfyrirtækjum, svo sem hljóðfæraslætti og öðru þvilíku, sem ætti að vera sameiginleg áhugamál hiuna einstöku safuaða. Hjá oss eru svo til óþektar hinar mörgu líknarstofnanir fyrir sjúka, vitskerta, fátæka, börn og gamalmenni, sem kristnir söfnuðir í öðrum löndum liafa sett á stofn og hafa borið blessunarríka ávexti. Alt þetta og margt fleira bendir ljóslega á það, að safnaðarmeðvitundin er enn alt of lítil hjá oss og óþroskuð. Þetta er ekki holt fyrir kristilegt líf safnaðanna; það segir sig sjálft. En það er einnig óholt fyrir kristilegt líf einstaklinganna. Því eftir kenningu Páls postula er söfnuðuriun likami og þinir ein- stöku meðlimir safnaðarins limir á þessum líkama. Ef líkaminn er sjúkur, hvernig geta þá limirnir verið lieilbrigðir ? Það er ómögulegt. Vér verðum að yfirgefa Jiessa röngu skoðun og læra að skilja það, að kristindómurinn er kærleikaus lífsskoðun, líf í kærleika til guðs og mauna, og að kristilegt líf er þess vegna eftir eðli sínu félagslif, safnaðarlíf, samfélag hinna trúuðu um náðargjafir guðs. Þessa skoðun játum vér í 3. greiu trúarjátningar vorrar, því þar játum vér trú á heilagan auda, sem í hinni heilögu kristilegu kirkju verkar samfólag hinna heilögu eða trúuðu um fyrirgefningu syndauna, upprisu holdsins og eilíft líf. Og ef einhver vildi nú spyrja: „Hvað er það, sein ég á að vinna í söfnuðinum ?“ ])á vil ég svara þessari spurningu með orðum Páls postula til safuaðarins í Tessaloniku: „Aminnið hver annan og eflið liver anuars sálarheillir11 (Tess.5,11). Postulinu segirþeim ekki að einaugra sig og hirða ekkert um kristindóm náuugans, heldur býður hann þeim að „efla hver annars sálarheillir“. Þú átt, kristinn maður, að efla sálar- heill hróður þíns með því að gefa lionum í engu tilefni til ásteytingar, svo að trú lians veikist ekki og hann tælist ekki til syndar vegna orða Jiiuna eða breytni. Þú átt að efla sálarheill bróður Jn'ns með því, að vitna fyrir honum um guð þiun og frelsara, um þá miklu náð og þann mikla kærleika, sem hann liefir auðsýnt þér, svo að trú hans megi styrkjast fyrir vituisburð þinn. Þú átt að efla sálarheill bróður þíus ineð þvi, að leiðbeina honum og áminua hanu, ef liaun er að villast frá sannleikanum og þú sér, að einhver syud er að fá vald yfir honum, svo að hann geti sóð að sér og bætt ráð sitt. Þú átt að efla sálarheill

x

Verði ljós

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Verði ljós
https://timarit.is/publication/501

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.