Verði ljós - 01.09.1899, Side 9
137
t.il vor ? Hafa þeir menn enga von að hugga sig við, sem unna af al-
liug Krists heilaga málefni og vilja berjast fyrir því? Jú, kristnuvinir,
guði sé lof, að vér höfum von. Því vór höfum ekki að eins meðtekið
konunglega skipun, lieldur einnig konunglegt fyrirlieit, þetta fyrirheit:
„Og sjá, ég er með yður alla daga, alt til veraldarinnar enda“.
Þetta fyrirheit er alt.af að rætast á öllum tímum kristninuar, alt
frá dögum postulanna. Því þrátt fyrir alt hatur heimsins og alla ó-
fullkomleika kirkjunnar þjóna, hefir fagnaðarerindi Krists samt .borist
land úr landi, frá einni þjóð til annarar, og orðið miljóuum manna
„kraftur guðs til sáluhjálpar11 (Róm. 1, 16), og orð hins ósýnilega kou-
ungs liefir sigrað þær torfærur, sem mannlegum mætti var ofvaxið að
yfirstiga; og vér trúum því, að þetta fagnaðarerindi muni á sínum tíma
berast til allra þjóða.
Já, hann er með oss, sem alt vald hefir á himni og jörðu. Þess
vegna hræðumst vér ekki hatur heimsins og örvæntum ekki um sigur
þess heilaga málefuis, sem vér elskum og berjumst fyrir ; heldur erum
vór glaðir i voninni og treystum því staðfasrlega, að hann muni blessa
vora veiku krafta og vort ófullkomna starf og leiða sannleikann til
sigur-s, þrátt fyrir allar torfærur og allan ófullkomleik vorn.
En þeim einum er þetta fyrirheit frelsarans uppspretta huggunar
og vonar, sem elska hann af hjarta og vilja af alhug starfa að því að
framkvæma skipun haus. Ef vér því viljum mega taka til vor þetta
blessaða fyrirheit, kristnu vinir, og njóta þeirrar blessunar, sem því
lylgir, þá verðum vór að halda oss stöðuglega við drottin vorn og
starfa fyrir hans heilaga málefni í trú og með bæn. Til þess að vór
getum verið sannir talsmenn lians og erindsrekar, verðum vér að trúa
staðfastlega á liann, trúa því af öllu hjart-a, að liann só hinn eini frels-
ari frá allri synd, og að lianu sé sá læknir, sem allur heimurinn þarfn-
ast, sá læknir, sem hefir bót við hverju meini, sá vinur, sem hefir
huggun við hverri sorg, sá eilífi konungur, sem alt vald er gefið á
liimni og jörðu. — Og til þess að vér getum lifað og starfað í þessari
trú, þurfum vér að biðja án afláts til hans, biðja hann á hverjum
degi að fyrii-gefa oss syndir vorar og afbrot,, biðja hann á hverjum degi
að efla og glæða alt hið góða, sem hann hefir gróðursett í oss, biðja
haun að hjálpa oss til að sigrast á freistingum heimsins og veikleika
vors eigin holds, biðja hanu að nota vora veiku og ófullkomnu krafta í
þjónustu sins ríkis og vera oss nálægur með sínum heilaga anda í öllu
voru starfi. Yór verðum að biðja án afláts; ])ví án trúaðrar bænar er
alt starf vort ónýtt og einskis vert, en yfir þann, sem trúir og biður,
kemur vissulega blessun fyrirheitisins.
Ég hefi nú leitast við, kristnu viuir, að benda á þá skyldu, sem
vór liöfum allir, bæði prestarnir og liinir kristnu söfnuðir, til þess að