Verði ljós - 01.09.1899, Síða 12

Verði ljós - 01.09.1899, Síða 12
140 neytt morgunverðar í tjaldinu og síðan flutt morgunbænagjörð. Kl. 10 var gengið til kirkju og haldinn samtalsfundur, er stóð yfir l3/4 stundar. Kl. 1272 var aftur settur fundur og þá fluttur fyrirlestur eða ræða, aðal- lega uppbyggilegs efnis. Kl. 2 síðdegis var neytt miðdegisverðar og kl. 7 kveldverðar. Kl. 8 var haldinn kveldfundur og að lionum loknum haldin bænargjörð, annaðhvort i kirkjunni eða uppi á móanum í tjald- inu. Kl. 10y2 voru buinbur slegnar og áttu þá allir að ganga til rekkju. Síðdegisstundirnar milli miðdegis- og kveldverðar voru ætlaðar til sór- funda (sektionsmöder), skemtigöngu, leikfimi, íþrótta, 0. s. frv.; hafði Oskar II. konungur sent fundarmönnum að gjöf ýmisleg leikfimisáhöld til notkunar þar á völlunum. Laugardaginn 12. ágústmánaðar hófust fundarhöldin og voru þá flestallir fundarmenn komnir til fuudarstaðarins. Kl. 5 síðdegis gengu fundarmenn allir til kirkju; var þar fyrst sunginn liinn óviðjafnanlegi sálmur Lúters „Vor guð er borg á bjargi traust1* í hiuni norsku útlegg- ingu, en allir fundarmenn stóðu upp á meðan og mun aldrei slíkur söngur lieyrst hafa fyrri í hinni litlu norsku sveitakirkju. Því næst gekk fram Kr. Mart. Ecklioff, prest.ur frá Kristjanía og formaður for- stöðuuefndarinnar og réttnefndur faðir þessara kristilegu stúdentafundar- halda á Norðurlöndum. Hann setti fundinn með snjallri ræðu, eftir að allur þingheimur hafði í einu hljóði mælt fram hina postullegu trúarjátningu kristilegrar kirkju. Eokhoíf prestur brýndi fyrir fundarmönnum í ræðu sinni hlýðnina, þ. e. hlýðni við sannleika fagnaðarerindisins, sem fyrsta höfuðskilyrðið fyrir þvi, að fuudarhaldið yrði hverjum einstökum fundar- manni ábatasaint í andlegu tilliti, þessi lilýðni yrði að vera skilyrðis- laus, því að þess fullkomnar sem maðurinn gæfi sig guði á vald, þess fullkomnari hjálpar, þess meiri blessunaryrði hann aðnjótandi. En þvi lrem- ur ættum vér að sinna þessari kröfu, semvérallirværumþegnarþesskonungs, sem í sannleika væri gott að hlýða, og eins og liann hefði hlotið laun fyrir hlýðni sína, þannig mundum vér ekki heldur fara varhluta af laununum, ef vér reyndumst honum hlýðnir. — Að endaðri ræðu sinni las ræðu- maður upp fjölda símrita innihaldandi heilla- og ártiaðaróskir til fundar- ins bæði frá einstökum mönuum og stúdentafélögum víðsvegar um lönd. Lá flutti dr. phil. C. F. Lundin, rektor við Fjellsteðska-skólann í Uppsölum, hjartnæmt ávarp til fundarins frá hinum góðfræga öldungi, dr. W. Budin, háskólakennara í Uppsölum, sem ekki liafði getað sótt fund þenna, en er eiun af helztu hvatamönnunum til þessara fuudarhalda og hefir sjálfur tekið þátt i fjórum fyrstu fundunum. Það, sem eftir var dags, þegar lokið var fundarsetningú, brúkuðu menn til þess að koma sér fyrir í skálunum, heilsast og kynnast hver öðrum. Sunnudagurinn 13. ágúst rann upp heiður og bjartur. Ferd. Munck, prestur frá Danmörku, flutt.i að afloknum morgunverði stutta en álirifa- mikla bæuagjörð í tjaldiuu. Kl. 11 gengu allir fundarmenn fylktu liði

x

Verði ljós

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Verði ljós
https://timarit.is/publication/501

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.