Verði ljós - 01.09.1899, Qupperneq 13
141
til kirkju og hlýddu á guðsþjónustu. Fredrik Petersen, háskólakennari
frá Kristjauíu, einn af beztu og vitrustu mönnum i Noregi á yfirstand-
audi tíð, flutti skínaudi fagra og efnisríka prédikuu út af orðum frels-
arans i Matt. guðspj. 16. kap. 25.—26. v. og hafði fyrir umtalsefni ræðu
sinnar: „Hvað' gerir lífið am dýrmætt, að vert sé að lifa?“ Sýndi
ræðumaður fram á, að það væri gleðin ein er gerði lífið svo dýrmætt,
að segja mætti með sanni: .það er inndælt að lifa! En þessi gleði, sem
hér væri um að ræða, hlotnaðist manninum hvorki fyrir uautuir eða lif
í munaði og vellystingum, né fyrir erfiði í sveita andlitisins og ekki heldur
fyrir þetta hvorttveggja í sameiningu, eins og oft væri haldið íram, heldur
væri hún ávöxtur ög framleiðsli lífsins í og með guði fyrir Jesúm Krist,
hinnar öruggu og vonglöðu viðleitni mannsins í því, að vilja það eitt,
sem gott er, og gera það eitt, sem gott er, — að vilja og gera það eitt,
sem guð vill. — A eftir prédikuninni var sunginn hinn ágæti danski
sálmur, sem svo mörgum er orðinn kuunur og kær hér á landi í
þýðiugu séra Stefáns sál. á Kálfatjörn: „0, liversu sæll er hópur
sá“ ; það leyndi sér ekki á söngnum, að ræðumaður hafði komið við
hjörtu tilheyreuda sinna, því slíkan sálmasöug heyrir maður eldii öft á
æfi sinui.
Síðari hluta dags geugu allir fundarmenn undir forustu dr. S. Miche-
let's, háskólakennara í Kristjaníu, skemtigöngu inn í svonefndan Ister-
dal, er liggur út frá Raumsdal framanverðum. Var ekki staðar numið
fyr en hjá seli einu inst í dalbotni. Þar voru ræður halduar og söngv-
ar sungnir og — tæmd öll mjólkurtrog, sem til voru í selinu, því menn
voru þyrstir mjög eftir gönguna. Eftir góðrar stundar viðdvöl var aftur
haldið heim, eu söugur fundarmanna hljómaði um allan dalinn og kall-
aði búendur fram í bæjardyr, hvar sem gengið var fram hjá bændabýl-
um, en þau liggja þar á víð og dreif með vegum fram. Eftir að heim
var komið og kveldverði var lokið, flutti finskur prestur, Artur Malin,
bænagjörð í tjaldinu. Voru menn það þreyttir eftir göngufórina, að
fæstir biðu þess, að trumbusláttur ræki inenn til rekkju það kveld.
Mánudaginn 14. ágúst hófust hiu eiginlegu fundarliöld. Danskur
málfræðingur, kaud. mag. Edv. Hass, flutti bæuargjörð í tjaldinu um
morguniun og var síðan geugið til kirkju. Þar flutti sænskur háskóla-
kennari, lic. theol. Magnús Pfannenstill frá Luudi, laugan og lærðan
fyrirlestur um kristindóm og siðferðilega menningu, þar sem
bann lýsti sambandiuu milli siðferðileika og trúar og tilraunum mauna
til þess að skilja þetta tvent að. Sýndi ræðumaður skarplega fram á,
hvernig siðferðis- og trúarkröfurnar í instu rót sinni færu fram á eitt og
hið saina, er hér væri að eins skoðað frá tveimur hliðum. Ósiðferðileiki
eða vöntun siðgæðis gæti aldrei verið samfara sannri trú og trúleysi
aldrei verið samfara söunu siðgæði. Eklcert livetti manninn sterkar
til siðferðilegrar breytni en trúiu eða sá kærleiki guðs tilvor, sem trúin