Verði ljós - 01.09.1899, Page 14
142
opinberaði oss. Siðferðileg inenning, sem ekki grundvallaðist á lifandi
trú, reyndist haldlitil og kraftlaus þegar fram í sækti, eins og líka reynsl-
an væri margsinnis búin að sýna. Það væri viðfangsefni kristindóms-
ins að sýna sameinanleika trúar og siðgæðis, því að hvergi sæist sam-
eining þessa tvens á fullkomnara stigi en i persónu maunkynsfrelsaraus.
Siðferðileg menning án t.rúar gæti að visu orðið einstökum mönnum
forgarður að guðs ríki, en hvenær sem menn vildu reyna að setja sið-
ferðilega menningu i stað kristindómsins, þá væri það skylda vor að rísa
upp andmælandi. — I uinræðum þeint, er spuunust út af fyrirlestri þess-
um, tók Fr. Petersen háskólakennari það fram, að hin trúarlausa sið-
fræði væri nú aftur að hverfa, því að reynslan væri *þegar farin að sýna
mönnum haldleysi hennar og kraftleysi þess siðgæðis, er ekki bygðist á
grundvelli trúarinnar. I stað þessa væri nú að myndast eins konar
trúarleg siðfræði, en vel að merkja: siðfræði, sem ekki skifti sér neitt
afhinui kristnu trú, t.rúarleg siðfræði án Krists, sem engu síður væri
ástæða til að vara menn við eu við hiuui trúarlausu siðfræði.
Eftir hálfrar stuudar fundarhlé flutti ungur danskur prestur, C. Skov-
yaard-Petcrsen, einn af lang eíhilegustu yugri prestum Dana, einkarfagra
og vekjandi ræðu út af orðunum: „Gjörið iðrun, því að ríki liimnauna
er i nánd“! Tók ræðumaður það í'ram, að þessi orð skirarans væru ekki
síður töluð til þeirrar kyuslóðar, er nú lifði, en til samt.íðar hans. Alt.
virtist benda á, að ríki himnanna væri náiægt hinui núlifandi kynslóð,
ekki sizt æskulýðnum, eins og þessi fundarhöld lika bæru vott um, —
en þá væri eiunig stóruin áríðandi, að orðiu: „gjörið iðrun!“ hljómuðu
í allri sinni alvöru í kirkjunni, í húsunum, i lijörtunum. Vorir tiinar
væru sanunefndir vitjunartímar frá drotni, varpskúflutimar, — þess vegua
riði lífið á því, að hin guðdóinlega iðrunarkrafa gleymdist ekki; hið
allra fyrsta, sem drottiun heimtaði af þessari kynslóð, sem ríki himn-
anna uú væri að nálgast, hið fyrsta, sem liann hoimt.aði af öllum þeim,
er liefðu hlotið skilning á eðli tímanna, væri afturhvarf. Síðan lýsti
ræðumaður afturhvarfiuu, hvað það væri í eðli sínu og hvers væri helzt
að gæta með tilliti t.il jiess. Eyrst benti liann á hvað afturhvarf eða
iðruu væri: Það væri, eins og hið gríska nafn þess (metanoia) benti á,
hugarfarsbreyting, ji. e. hinar nátt.úrlegu, holdlegu liugsauir breytt-
ust í samræmi við guðs hugsauir. Vér jiættumst vera sjálíum oss
nógir, en við hugarfarsbreytinguna opnuðust augu vor fyrir jivi, að vér
værum oss alseudis ónógir, værum í sjálfum oss ekki neitt. Að nátt-
úrufari værum vér sérgóðir og hrokafullir, en i'yrir aí'turhvarfið yrðum
vér auðmjúkir. Með öðrum orðum: afturhvarfið væri fólgið í fullkom-
inni breytingu á tilhneigingum og þrá lijartaus, svo fullkominui, að mað-
urinn gerði sig ekki ánægðan með neitt það, er minna væri en friður
guðs lieill og óskertur og hreinleiki' andans. í slikri hugarfarsbreytingu
væri afturhvarfið fólgið, það væri livorki meira né minua. Afturhvaríið