Verði ljós - 01.09.1899, Qupperneq 19

Verði ljós - 01.09.1899, Qupperneq 19
147 kynna sér þessa þýðingarmiklu starfsemi. Norskur prestur, Wislöff að nafni, benti þar á móti á afturverkandi áhrif kristniboðsstarfsins á liina kristnu félagsheild. Eftir að lokið var kvöldfundinum gengu fundarmenn allir 1 fjórum fylkingum niður í Yeblunganes. Svo stóð á, að gamall sveitakaupmað- ur þar i þorpiuu hélt 81. fæðingardag sinn þennan dag, en þessi maður hafði á ýmsan hátt látið oss í té góðvild og gjört oss margan greiða án þess að vilja þiggja nokkra borgun fyrir. Hafði því Eckhoff prestur borið fram þá tillögu, að allir fundarmenn flyttu þessum heiðursmanni árnaðaróskir sínar um kveldið, er fundum væri lokið. Eyrst komu Danir og námu staðar l’yrir dyrum kaupmanns og suugu tvö sönglög, var ann- að þeirra þjóðsöngur, hitt sálmur; síðau komu Norðmenn, þá Svíar og loks Einnar og sungu sitt þjóðlagið og sinn sálminn hver. jSíðan skip- uðu allir flokkarnir sér fyrir framan húsdyrnar, Fr. Peterseu háskóla- kennari hélt stutta ræðu, þar sem hann þakkaði kaupmanni í nafni fuudarmanna fyrir auðsýnda velvild og óskaði honum inndælla æfistunda það, sem eftir væri æfinnar. Síðan söng allur þingheimur danska sálm- inn alkunua „Eögur er foldin“ og gengu síðau fylktu liði heim á Set- nesmóa. Hafði þá verið kynt bálþar á völlunum,og söfnuðust rnenn utau um það og skemtu sér með margrödduðum söng fram eftir öllu kveldi — þangað til trumburnar kvöddu menn til rekkju. Þótti mönnum mest koma til söngs þeirra Svía og Finna, ekki sízt hinna síðarnefndu, þótt alt væri það alvarlegra, er þeir sungu, og eins og einliver dapur rauna- blær á því öllu. Miðvikudaginn 1G. ágúst fóru allir fundarmenn skemtiför á tveimur eimskipum til Molde. Höfðu bæjarbúar þar gjört oss heimboð daginu áður og bæjarstjóruin veitt 800 kr. til veizluhaldsins. Lögðum vér á stað snemma morguns, að afloknum morgunverði og bænagjörð, sem kand. N. Widner (Svíi) liélt í tjaldinu, og komum til Molde um hádegis- bilið. Allur þorri bæjarbúa tók á móti oss við lendingu og fylgdist moð oss til kirkju bæjarins, þar sem Ole Iversen, prestur í Ivristjauíu, flutti fagra og snjalla ræðu út af orðunum í Hebr. 3,14 og 2. Pét. 1,10 og hafði að umtalsefni „hina kristilegu trúarvissu11. Að lokinni ræðunni söng norskur söngflokkur nokkur sálmalög þar í kirkjunni og þótti takast hið bezta. Síðan var gengið til stærsta gist.ihúss („Grand Ilotel“) bæjarins og tók þar í móti oss uefnd manna með bæjarfógeta í broddi fylkingar og bauð oss velkomna í nafni bæjarfólagsins. I garði einum bak við gistiliúsið voru borð breidd og bornar fram vistir, og settust fundarmenn þar að borðum undir berum himni. Væta hafði ver- ið í loftinu um daginn, þó rigning ekki mikil; eu nú áður lokið væri borðhaldinu úti í garðinum gerði þá úrhellis rigningu, að við sjálft lá, að alt færiáflot; hrökluðust gestir þá allir inn í stóran sal í gistihúsinu og luku máltíðinni þar standandi, því svo var margt manna þar saman

x

Verði ljós

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Verði ljós
https://timarit.is/publication/501

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.