Verði ljós - 01.09.1899, Blaðsíða 24

Verði ljós - 01.09.1899, Blaðsíða 24
152 kalt, en nú upprann drottinsdagur heiður og fagur, og jók það ekki lítið úyndisleik náttúrunnar, að um uóttina hafði sujóað á fjöll, svo að þau voru alhvít niður í miðjar hlíðar. Kl. 11 var gengið til kirkju og hlýtt á guðsþjónustu. Gustav Jensen, prestur og kennari í praktiskri guðfræði í Kristjaniu, einn af beztu kennimönnum á Norðurlöndum, prédikaði út af guðspjalli dagsins, Mark. 7, 31—37 (Effata), og sagðist sem vænta mátti ágætlega. Kl. 4 síðdegis fór fram altarisganga i kirkjunni og tóku um 340 af fundarmönuuin þátt i henni. Sókuarpresturinn þar á staðnum hélt skriftaræðuna og lagði út af orðunum: „Hann á að vaxa, en eg að minka“ (Jóh. 3, 30). Þegar eftir altarisgönguna tóku menn að búa sig til brottferðar og við kveldborðhaldið vorufluttar margar skilnaðar og þakkarræður. Hér um bil 150 af fundarmöunum höfðu leigt gufuskip, er átti að flytja oss beina leið til Þráudheims, en flestir hinna hiðu til næsta dags. Allir þeir, sem eftir urðu, fylgdu oss hinum til skips niður að Veblunganesi og kvöddu oss þar með fögrum söngvum. Sérstaklega var aftur og aftur sunginn sálmur nokkur, frumortur á ensku, sem telja má hersöng hinnar kristilegu stúdentahreyfingar vorra tíma og getum vér ekki stilt oss um að prenta hann hér i hinni nýnorsku útleggingu (eftir norska skáldið Arne Garborg). Hann hljóðar svo: Lov Jesu namn og herredom, hög-englar i lians slott! Ber kruna fram med liyllings ljom og kryn han allheims drott. Du martyr flokk i himmel-kor, som tölmods krans hev naatt, kved kongskvad for den Herre stor, og kryn hau allheims drott. Du frelste hær af Adams ætt, löyst ut av naud og nott, pris han, som naade gav for rett, og kryn lian allheims drott. Kvart folk i kvar ein heimsens bygd her under soltjeld blaatt, gjev han aaleine herrehögd og kryn han allheims drott. Ja gjev me med Guds kvite hær av all vaar hug og haatt syng songen ny for Herren kjær, for Jesus, allheims drott! Þegar svo festar höfðu verið leystar og eimskipið lagði frá landi, alskreytt fánum og flöggum og grænuin viðargreinum, var að síðustu sunginn danski sálmurinn: „Herrens Venner ingen Sinde mödes skal for sidste Gang“, (sem í íslenzkri þýðingu hefir verið prentaður hér í blaðinu: „Aldrei mætst í síðsta sinni saniiir Jesú vinir fá“, sbr. V. lj. 1897, nr. 6), og er enginn efi á því, að liór var sungið með fuflri gannfæring um sannleik orðanna. Ómurinn af þessum inndæla söug var hið síðasta hljóð er harst oss til eyrna frá landi, er eimskipið flutti oss út eftir Kaumsdalsfirðinum í næt-

x

Verði ljós

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Verði ljós
https://timarit.is/publication/501

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.