Verði ljós - 01.09.1899, Síða 28
156
samtök eru. Ekki er að flýja til bókasafnanna. Með þetta fyrir augum
sé ég ekki að það væri ósanngjarnt, að ætlast til að landssjóður veitti
prestum órlega 3—400 kr. til bókakaupa, er skiftist milli prófastsdæm-
anna. Ætla mætti, að fé þetta bæri betri ávöxt en margar aðrar frem-
ur einkenuilegar styrkveitingar úr þeim sjóði.
En jafnframt því að fylgjast með í beimi bókmentanna, og þá sér-
staklega í því, sem kristiloga kirkju og kristilegt trúarlíf varðar á ein-
hvern hátt, jafnframt því er það á sérstakau hátt krafa nútímans til
prestanna, að þeir liafi vakaudi auga á öllum sannkristi-
legum hreyfingum í umheiminum til eflingar guðs ríki,
og að þeir leitist við eftir mætti að ryðja þessum hreyfingum veg inn í
meðvitund safuaða siuua, —- geri þær að ágóða og blessun í þjóðkirkju
sinni. — Engir aðrir timar hafa annað eins að bjóða, annað eins að
sýna í þessu efni sem vorir tímar. Því síðan lífshreyfingin mikla, siða-
bót Lúters, hófst, hafa ef til vill aldrei komið betur í ljós ávextir og
blessun hennar. Meðal þessara alheimslegu hreyfinga megum vér telja
allar hinar miklu líknarstofuauir fyrir muuaðarlausa og hjálparþurfa,
sunnudagaskólana, hina miklu útbreiðslu heilagrar rituingar, kristni-
boðið innra og ytra, hina miklu unglingafólaga-útbreiðslu, og nú siðast
hið alheimslega kristilega stúdentafélag, ásamt stórfeldu kristniboði.
Allar þessar hreyfiugar andans og aðrar fleiri eru nú orðin andleg
stórveldi í hiuuin kristna heimi. Þær ráða huga og hjörtum mikil-
menna þessa heims og blessunarríkir ávextir þeirra breiðast út yfir
löndin. Engum er það jafnskylt sem prestunuin, sem í sérstökum skiln-
ingi eiga að vera kristiudómssaltið, að höndla þennan kristindómskjarna
og gera sér alt far um að færa hann inn í hugsunarhátt og andlegt líf
þjóðar siunar. Vór getum verið vissir um, að í hvert skifti sem ein-
hverjir sterkir, audlegir, sannkristilegir straumar fara gegnum tímann
og ryðja sér brautir hjá inentuðustu þjóðum heimsins, vér getum verið
sannfærðir um, segi ég, að þessum straumum er ætlað alheimslegt verk-
efni: að draga alla kristna inenn og ekki kristna iun i strauiniðuna, inn i
lífið og starfið fyrir frelsiuu í Jesú Kristi. A þennau dásamlega liátt
kallar konungur vor oss mennina til sín. Alla kallar hann til þess að
allir verði sáluhólpnir. Það eru nýir vegir drottins til þess að allir
skuli hlýða kölluuinni. Það er nýtt svar drottins upp á vantrúna, og
ný sönnun, er hann leiðir í ljós, fyrir þeim huldu ráðum og visdóms-
veguin, er hann hefir til fullkomins frelsis og sigurs. Vissulega er það
krafa nútimaus til prestanna, að gefa alvarlega gætur að þessu orði
drottins, — að heyra það ekki eins og aðrar útleudar fróttir, er þeim
að öðru leyti séu óviðkomandi, heldur eins og drottins orð, talað til
þeirra sjálfra, til þess það skuli grípa og uraskapa þá sjálfa og kuýja
þá fram á vígvölliun, þar sein orustan er háð um frelsi sáluanna, knýja
kserleika Krists fram í þeirra eigin sálum, svo hann verði lifandi og