Verði ljós - 01.09.1899, Page 30
1B8
vert“ inn í hug og hjörtu þjóðar sinnar. Ættjarðarástin vitum vér að
er einu hiun fegursti ávöxtur á kristindó'mstrénu. Frelsarinn sjálfur
líkir sinni ættjarðarást við unihyggju þá, er liænan ber fyrir ungum
sínum. Og postuliun Páll vildi kaupa frelsi ætt.mauua sinna eftir hold-
inu með því að vera sjálfur útskúfaður frá Ivristi. Fullkomnari sann-
auir fyrir skyldleika ættjarðarástarinuar og kristindómsins verða ekki
tilfærðar. En hversu víðlendan og veglegan verkahring hafa ekki ís-
lenzku prestarnii- í þessu efni ? Annars vegar sjáum vér þjóðræktar-
leysið, mikið tilfinningaleysi og skoðunarleysi fjölda margra fyrir sönn-
um hag þjóðarinnar. Vér lítum liér fjölda manna, sem ekki fremur
kanuast við sig sem meðlimi á þjóðlikamanum en limi á Krists líkama.
Hins vegar heyrum vér ósköpin öll af viðbjóðslegu þjóðskrumi, lilægi-
legum hringlanda og meiningarlausum gjallanda, sem siglir sinn ætt-
jarðarbyr eftir því sem vindinum slær í seglin. Fyrir þvi er það krafa
nútímans til jirestanna, sein hinna leiðandi manna í söfnuðinum og ber-
enda kristindómsins, að ná hug og hjörtum sem ílestra, til þess að
sönn ættjarðarást, bygð á grundvelli kristiudómsins, sitji í öndvegi og
ráði tillögum og frarakvæmdum þeirra, sem af lijarta þrá framfarir og
velfarnan fósturjarðarinnar.
Það er ekki þar með sagt, að prestarnir eigi að kasta sér út í
hinn striða pólitiska straum. Til þess liafa þeir hvorki köllun nó krafta.
En þeir hafa hér annað enn veglegra verk að vinna. Þeir eiga að
vera leiðendur og berendur hins blíða og hægfara undirstraums mann-
úðar og mannkærleika, maundáða og drengskapar, sem alla jafua ber
að landi friðar, samkomulags og saunleika. Eitt stórt atriði í þessu
verki ætla ég sé, að prestar leggi mikið kapp á að laða hina ungu að
sér, svo sannarlegt framfara og félagslif komist inn í meðvitund æsku-
mannanna, — að þeir leiti lags til að gera þá staðfasta og styrka og
umfram alt skilningsgóða á söunum velferðar- og framfaramálum lauds-
ins. Þetta, sem ætti að vera pródikað í öllum skólum iandsins, en í
engum einasta skóla mun vera gert enu í dag, ættu prestarnir að gera
eins og alt stendur. En til þess verða þeir, i samráði við hina vitrustu
og beztu menn, að leitast við að koma á unglingafélögum með kristi-
legri lífsstefnu, sem ég hefi svo oft áður talað um. — Yfirleitt er það
krafa nútimaus, að þeir séu talsmenn alls góðs og nytsamlegs félags-
skapar og samtaka.
í þessu tilliti er land vort enn sein i auðn. Það má næstum segja
um það, að það sé eun „í eyði og tómt“,.— tómt að velvildarfullum,
lifssterkum kröftum til að byggja upp, gróðursetja og rækta. Þetta
er því eiu mikil nútíma-krafa til presta hiunar íslenzku þjóðar: Að
þeir uppbyggi, gróðursetji og rækti ytra sem inra, með sál og lífi,
með guðs krafti og fyrir lians fulltingi, — að þeir viuni sem einn mað-
ur að því, að girða um og hlúa að öllu söunu og sómasamlegu, öllu