Verði ljós - 01.11.1899, Side 4

Verði ljós - 01.11.1899, Side 4
164 Já, starfið er orfitt, frá hvaða lilið sem það or skoðað. Það út- lieimtir sterka trú á fulltingi drottins og náð, mikið stöðuglyndi og óþroytandi bæn og óviðjafnaulega þolinmæði. Múrar, sem staðið hafa um aldaraðir, lirynja eiíki við fyrstu árás og ekki keldur við aðra. Iiér verður að bíða og biðja án þess að þreytast. Eu þrátt fyrir þessa miklu erfiðleika liefir þessi starfsemi, svo til- tölulega nýbyrjuð som hún er, þegar borið mikla ávexti. Með ári hverju fara þeir fjölgandi, som fást til þess að hlusta á prédikun trúboðanua, — eu það eitt að hlusta á pródikun trúboðanna or nægilegt til þess að gera menn illa þokkaða í augum hinna — og til þess að kynna sér nýja testamentið, og víða um lönd liafa þegar myudast smásöfnuðir kristnaðra G-yðiuga, sórstaklega í Suður-Bússlandi. Lengi framan af var öll alþýða Gyðinga ófáanleg til að sinna liinu nýja testamenti, eða taka sér það í höud. Það oit.t út af fyrir sig, að nýja testamentið er skrifað á öðru máli en hinu hebrezka, var nægilegt til að gera Gyðinguum ómögulegt að telja það til helgra bóka eða lesa það sem helga bók. Þetta vissi hinn ágæti guðsmaður Delitzsch, háskólakennari í Leipzig, einn af ágætustu styrktarmönnura Gyðingatrú- þoðsins, og varð það til þess, að hanu færðist í faug eitthvert mesta þrekvirki, sem unnið liofir verið í heimi bókmentanna, að þýða nýja testamentið á hebrezka tungu. Verkið var ekkert áhlaupaverk, enda varði hann til þoss alt að því 40 árum æfi siunar og leysti það svo af heudi, að allir hljóta að dázt að, hve snildarlega það er gert. Og guð einu fær dæmt um, hve mikla þýðingu þetta verk hefir þegar liaft og mun á komandi tíð liafa fyrir trúboðið ineðal Gyðinga. Hiuu hebrezka uýja testamenti hefir þegar verið dreyft út á meðal Gyðitiga í mörgum þúsundum eintaka. Það hefir, sem nærri má geta, mætt mikilli mót- spyrnu og ofsóknum ofstækisfullra Gyðinga, er skildu, hvílík hætta Gyð- ingdómnum var búin af bókinni; það liefir verið brent á báli, rifið í sundur og tætt blað fyrir blað og lýst bölvun yfir því í samkunduliús- unum sem verstu ólyfjan. En samt sem áður hefir það breiðst út meðal Gyð- inganna, orðið til þess að opna augu margra þeirra fyrir maunkynsfrels- aranum og knýja þá til að leita hans, og þaunig orðið mörgum þeirra lind hjálpræðis, huggunar og friðar. Þessi kristniboðsstarfsemi, í þeirri mynd, sem húu nú er rekiu, er enn þá á byrjunarskeiði, en enginn sá, sem trúir guðs fyrirheitum, get- ur verið í vafa um, að drottinn muni um síðir gefa þeim sigur, er liór starfa undir krossins merkjum, svo að þjóðin, sem hann forðum kjöri sér til eignar, fái sem heild snúið sór frá myrkrinu til ljóssins og með fagnaðarkveðjunni: Biessaður só sá, sem kemur i nafni drottins! beygt knó sín fyrir honum, sem að eilífu er frelsari manuanua.

x

Verði ljós

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Verði ljós
https://timarit.is/publication/501

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.