Verði ljós - 01.11.1899, Síða 9

Verði ljós - 01.11.1899, Síða 9
169 Oss finst það óeðlilegt og meira að segja rangt, að láta unglinginn strit- ast við að læra patríarka-söguna og Israelskonungasögu, áður en það hefir kynst lífssögu frelsarans. Oss virðist réttast að byrja á sögu frelsarans. Hvað segja uppeldisfræðingarnir um það? Hið eina, sem vér erum verulega óánægðir með í biblíusögum þess- um, er viðbætirinn. Þótt hann sé gullvægur í samanburði við ósköpin, sem eru fyrir aftan Balslevs biblíusögur, virðist oss hann eun alt of mag- ur. Það liggur líka í hlutarins eðli, að það getur ekki verið mikið gagn í kirkjusögu á 9 — níu — blaðsíðum. Saga kristilegrar kirkju er svo stórmerkileg, að vel mætti verja til hennar að miusta kosti tveimur eða þremur örkum. Hið bezta í viðbætinum er samanburðurinn á kenning- um páfans og Lúters. Málið á biblíusögum þessum er lipurt. og látlaust víðast hvar. Á stöku stöðum eru þó orðatiltæki, sem vér kuunum alls ekki við og setn- ingum komið miður keppilega fyrir. En að þessu kveður þó ekki meira en svo, að bókin getur þrátt fyrir það talist lýtalaus. Pappírinn mætti vera betri. &istnitökuhdtíðin. if^ærar þakkir kann ég þór, ritstjóri „V. lj.“ og vinur minn! fyrir það, að þú á synodus í sumar vaktir máls á því, að almenn hátíð yrði haldin í íslenzku kirkjunni á komanda sumri í minningu þess, að þá hefði kristindómurinn verið drotnandi landstrú urn heil 900 ár. Slíkar kristilegar minningarhátíðir liafa afarmikla þýðingu fyrir trúarlífið, svo vekjandi sem þær eru. Eu tilgangur minn með línum þessum er sá, að leiða athygli manna að því, hvenær heppilegast og róttast só að halda slíka hátið. Það stendur alls eigi á sama, hvaða dagur er valinn til að halda kirkjuhátíð þessa, því bæði er það vegna atvinnu manna í landinu, að sumir tímar eru betur fallnir en aðrir til hátiðahalds, og svo hafa eigi allir dagar jafnmikla sögulega þýðingu. Hvað vinnubrögð landsmanna snertir og vaualega einnig veðráttufar, þá er enginn tími á árinu betur lagaður fyrir alþjóðlegt hátíðarhald, heldur en vortiminn rétt fyrir sláttinn, um það leyti, sem lengstur er dagur, og verður það þá siðari hluti júnímánaðar eða fyrstu dagaruir í júli. Eu nú vill svo vel til, að einmitt á þessum tima er gamall og þjóðlegur hátíðisdagur i kristinni lcirkju, það er Jónsmessudagurinu 24. júni. Það ber lika á- gætlega heim frá sögulegu sjónarmiði, að halda kristnitökuhátíðina þanu dag, þvi beinlínis þann dag, sjálfan Jónsmessudaginn, var kristni lög- tekin á alþiugi árið 1000, eftir því sem næst verður komist (sbr. Kristni- sögu í Biskupasögum I, bls. 20 -24, sérstaklega neðanmálsgreiuaruar). Þessi dagur er því, að minni hyggju, róttast kjörinn til að vera íslenzk

x

Verði ljós

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Verði ljós
https://timarit.is/publication/501

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.