Verði ljós - 01.08.1901, Blaðsíða 6

Verði ljós - 01.08.1901, Blaðsíða 6
118 hvílirogþaðgeturboztskapað saniia trúm o n sku, sem alstaðar ernauðsyn- leg í smáu og stóru, ef vel á að fara. Því sannfærðari sem maðurinn er um það, að hann standi í þjónustu drottins, og því ljósari sem honum er hin mikla þýðing ætlunarverksins, þess fúsari verður hann til þess að leggja á sig erfiði og með þess ineiri auðmýkt starfar haun,játandi að ónýt- ir þjónar erum vér, jafnvel einnig þá, er viðleitni vor er bezt, og það sem vér erum, það erum vér af náð. Hins vegar gefur þessi meðvitund um að vera sendur, stauda í æðri þjóuustu, mauniuum staðfestu og rósemi. Þegar hann fær kalda þökk hjá mönnum, segir liann í hjarta sínu: Mitt vitni er á himni (Job. 16, 19). Oft hafa menn gjört sér þá hugmynd um Krist, að hann hafi að eins unnið með það markmið fýrir augum, að gjöra ménn sæla í öðru lifi, en ekkert hugsað um hag þeirra í þessu lífi, eða jafnvel ætlast tO, að þeir lifðu hér dauflegu eymdalífi. Sú hugsun hefir ekki við rök að styðjast. Þegar Jóhannes skírari lét spyrja Jesúm, hvort hann væri í raun og veru sá, er koma ætti, þ. e. hinn fyrirheitni Mess- ías, svaraði Jesús að eins með því, áð benda á verk sín, og hvílík verk? Að gefa blindum sýn, heyrnarlausum heyrn, sjúkum heilsu, sorgbitnum huggun, fáfróðum hina dýrmætustu fræðslu. Það er þá með öðrum orðum: að eyða böli og eymd mannlífsins, andlegri og líkamlegri. I>að var ei.rkenni allrar starfsemi hans. Þessari starfsemi heldur frelsarinn áfrain um aldiruar. Því að í skjóli kristin- dómsins hafa þau vísindi bezt þróast, er smátt og smátt veita mönnum meira og meira vald yfir náttúruöflunum, til þess að þau gjöri mönnum sumpart minui þjáningar og tjón en fyr, og sunrpart gaugi í þjónustu þeirra, til að farsæla og prýða mannlífið. Og hvaðan eru komnar allar líknarstofnanir og samtök til að hjálpa bágstöddum mönnum nema frá anda hans, sem fiútti fyrstur dæmisöguna um hinn miskuunsama Sam- verja, anda haus, sem lagði svo milda áherzlu á, að lærisveinar hans fyr og síðar ynnu að þvf að minka böl bræðranna: að seðja hungraða, svala þyrstum, hýsa húsvilta, klæða klæðlitla, lækna sjúka, vitja band- ingja, að hanu telur síðustu afdrif manna eftir eísta dóm komin aðal- lega undir því, hvort þeir í jarðlífinu hafi leyst af liendi þessa líknar- skyldu. AIls konar breyskleiki á þá von á vægum dómi. Að eins misk- unnarleysið sjálft hefir sína fyrirdæming í sér fólgna. ■— Jesús gjörði ekki þann mikla mun, sem vér gjörum oft, á þessu lífi og öðru lifi. Hann talar aðallega um eitt líf, lífið í guðs ríki, eilíft lif, og hann ætlaðist sanniega ekki til, að menn létu það bíða dauðans að eignast það líf, heldur vildi hann láta menn höndla það þegar hór á jörðu í kærleikssamfélagi við guð með hroinu hjarta og fiekklausu líferni. Einnig þessi jörð er ein af hinum mörgu vistarverum i húsi föðursins, og það er verkefni allra þeirra, sem vilja vera s^nnir lærisveinar og þegnar Jesú Krists, að starfa trúlega að því í sjálfum sér og umhverfis sig,

x

Verði ljós

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Verði ljós
https://timarit.is/publication/501

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.